Útréttum fæti komið fyrir á upphækkun.  Hendur á mjaðmakamb. Viðkomandi hallar sér svo fram með beint bak. Teygjan á að finnast aftan í læri. Til að fá teygju ofar í vöðvann er hægt að beygja örlítið í hnénu og beygja svo fram með beint bak.