Fæti komið fyrir upp á bekk með útsnúningi í mjöðm. Hnéð sem er staðsett á bekknum er beint út frá mjaðmalið. Teygjan felst í því að koma hnénu niður í bekkinn og viðkomandi hallar sér svo yfir fótinn með beint bak. Miðað er við að færa svo hægri öxlina í átt að vinstra hnénu. Teygjan á að finnast utanvert í rassvöðva.