All Posts By

olafur

Jóhannes Már hefur störf

Jóhannes Már Marteinsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur þann 2.júní n.k. og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Hann útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2004 og með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reyjavík 2014. Hann hefur víðtæka reynslu en áhugasvið hans eru bak-, háls- og stoðkerfisvandamál, einnig meiðsl og endurhæfing tengd íþróttum. Jóhannes Már starfaði hjá Sjúkraþjálfun Íslands árin 2004 – 2010 og er það okkur sönn ánægja að bjóða hann velkominn aftur í hópinn.

Opnum æfingasalina

Kæru viðskiptavinir.
Næstkomandi mánudag, 25.maí, þá opnum við æfingasalina hjá okkur fyrir korthafa. Við fengum góða aðila hjá Disact til að sótthreinsa salina hjá okkur. Við viljum biðja okkar viðskiptavini að ganga vel um og þrífa snertifleti eftir sig með spritti og sprittklútum sem við bjóðum upp í í sölunum hjá okkur. Verið velkomin í æfingasalina frá og með næsta mánudegi.

Malen hefur störf

Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2019. Malen starfaði áður sem sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg. Hún verður í hlutastarfi hjá okkur og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Við bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Nadia hefur störf

Nadi Margrét Jamchi sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2019. Nadia hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstofunni Styrk, hóptímaþjálfari hjá Hreyfingu, skauta- og styrktarþjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur og verið í sjúkraþjálfarteymi Mfl.kk. í knattspyrnu hjá Þrótti frá 2018. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Fjarheilbrigðisþjónusta

Sjúkratryggingar Íslands taka nú þátt í kostnaði vegna fjarheilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjúkraþjálfurum. Allir sjúkraþjálfarar sem starfa hjá Sjúkraþjálfun Íslands eru komnir með staðfestingu frá Landlækni og Sjúkratryggingum Íslands um að uppfylla skilyrði til að veita fjarheilbrigðisþjónustu. Við lítum á þennan möguleika sem kost til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn betri þjónustu.

Við hefjum starfsemi aftur 4.maí.

Kæru viðskiptavinir.
 
Nú hefur Heilbrigðisráðherra gefið það út að sjúkraþjálfarastofum er heimilt að hefja starfsemi þann 4.maí n.k. Við komum því til með að fara af stað með okkar starfsemi frá og með þeirri dagsetningu þó með ákveðnum takmörkunum:
– Það verður ekki hægt að opna fyrir notkun af salnum strax nema í fylgd sjúkraþjálfara og því verða korthafar að bíða um stund.
– Við opnum ekki biðstofuna hjá okkur og verða því stólar fyrir framan meðferðaherbergi sjúkraþjálfara en við hvetjum viðskiptavini til að mæta stuttu fyrir bókaðan tíma svo ekki þurfi að bíða lengi.
– Þá getum við því miður ekki boðið upp á kaffi á biðstofunni strax.
– Viðskiptavinir þurfa ekki að skrá sig inn við komu með því að stimpla kennitölu sína á ipad því starfsmenn í afgreiðslu sjá um það.
– Við höldum áfram að virða 2m regluna að fremsta megni sem og að fækka snertiflötum fyrir viðskiptavini okkar.
 
Fram að 4.maí er móttakan hjá okkur opin alla virka daga frá kl.9:00-13:00 og því hægt að hringja í síma 5 200 120 til að bóka tíma eða senda tölvupóst á netföngin orkuhúsid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is. Við sinnum bráðaþjónustu áfram fram að 4.maí og eins er hægt að panta símatíma hjá sjúkraþjálfara fram að þeim tíma.
 
Frá og með 4.maí breytist opnunartími okkar í fyrr horf þ.e. frá 8:00 – 17:00.
 
Kveðja
Sjúkraþjálfun Íslands

Tilkynning

Kæru viðskiptavinir

 

Við munum skerða þjónustu okkar frá og með þriðjudeginum 24. mars. Opnunartími styttist og æfingasalir verða lokaðir. Við komum til með að sinna bráðatilfellum sem upp geta komið sem og þeim hóp sem nauðsynlega þarf á þjónustu okkar að halda.

Sjúkraþjálfarar stofunnar koma til með að hafa samband við sína viðskiptavini til að greina þeim frá stöðunni.

Afgreiðslan verður með símsvörun frá kl.8:00 – 16:00 á morgun og miðvikudag. Frá og með fimmtudegi verður hún opin frá kl.9:00 – 13:00 þar til annað verður ákveðið.

Sjúkraþjálfarar okkar munu bjóða upp á símatíma til að leiðbeina og gefa ráð. Hægt er að hringja inn og bóka þannig tíma.

Með þessu vonumst við til að geta aðstoðað sem flesta áfram í þessum erfiðu aðstæðum sem við lifum í í dag.

 

Kær kveðja

Sjúkraþjálfun Íslands

COVID-19

Kæru viðskiptavinir.

 

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 þá viljum við koma nokkrum atriðum á framfæri.

 • Báðar stofurnar okkar, Orkuhúsið og Kringlan, eru opnar og erum við að gera okkar ítrasta til að svo verði áfram.
 • Þið þurfið ekki að skrá ykkur inn og kvitta á spjaldtölvu fyrir komunni. Starfsmenn í afgreiðlsu slá inn kennitöluna ykkar á spjaldtölvuna við komu.
 • Við viljum biðja ykkur um að nota eins og kostur er snertilausar greiðslur.
 • Þá höfum við tekið úr umferð öll tímarit á biðstofu og öðrum stöðum. Þetta gerum við til að fækka snertiflötum í rýminu okkar. Þá höfum við spritt viðsvegar um rýmið og hvetjum ykkur til að nota það.
 • Sjúkraþjálfararnir okkar eru allir með vaska, handsápu og spritt inn í meðferðarherberginu sínu sem þeir nota fyrir og eftir meðferðir. Hvetjum ykkur til að nota þessa aðstöðu líka.
 • Við höfum lokað fyrir það að starfsfólk okkar komi bæði í Kringluna og Orkuhúsið. Því er samgangur milli staðanna engin en samskiptin eru góð og fara fram í gegnum netið og síma.
 • Þá biðjum við ykkur að halda ráðlagðri fjarlægð (2 metrar) við aðra viðskiptavini og starfsmenn stofunnar t.d. á biðstofu og í æfingasal.
 • Við viljum biðja ykkur um að mæta á tilsettum tíma og ekki mikið fyrir hann til að stytta veru á biðstofu eins og mögulegt er.
 • Við óskum eftir því að þið þrífið þau tæki og búnað sem þið notið í æfingasalnum með þeim hreinsiefnum sem þar eru í boði.
 • Þá höfum við takmarkað mjög samgang starfsmanna innan hvorrar stofu og förum í einu og öllu eftir ráðleggingum Landlæknis.
 • Við förum fram á það við okkar viðskiptavini að þeir haldi sig heima á meðan þeir eru í sóttkví sem og ef þeir finna fyrir flensulíkum einkennum s.s. þurrum hósta, hita og beinverkjum. Þetta eru skilyrði sem við leggjum á starfsfólk okkar.
 • Þeir sem vilja hafa þann möguleika á að fá sér vatn á meðan æfingum í sal stendur er bent á að taka brúsa með sér.
 • Þá viljum við hvetja alla til samvinnu til að takast á við þessa vá því samvinna og samstarfsvilji er það sem kemur okkur öllum best.

 

Kær kveðja

Sjúkraþjálfun Íslands.

Guðrún Halla er komin til starfa.

Guðrún Halla Guðnadóttir sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands nú í febrúar. Guðrún hefur starfað sem styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt frá árinu 2016. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Kári hefur störf 24.febrúar

Kári lauk B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ 2013, M.Sc. í Performing Arts Medicine frá University College London árið 2016 og fékk sérfræðiviðurkenningu í bæklunarsjúkraþjálfun árið 2019. Hann hefur sérstakan áhuga á meðhöndlun vandamála í hálsi og efri útlimum og hefur m.a. unnið með íþróttaliðum í handbolta og fótbolta sem og með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2016. Kári er aðjúnkt við Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ og meðlimur í EUSSER – The European Society for Shoulder and Elbow Rehabilitation. Við bjóðum Kára velkominn í hópinn.