
Þar sem búið er að herða aðgerðir vegna Covide-19 þá lokum við æfingasalnum fyrir korthafa tímabundið. Við hvetjum alla til að fylgja ítrustu leiðbeiningum fyrir einstaklingsbundnar sóttvarnir. Þá viljum við hvetja fólk til að breyta bókun tíma sinna ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum eða eiga að vera í sóttkví. Minnum alla á að taka með sér grímu.

Birgitta Rún Smáradóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur á morgun miðvikudaginn 12.ágúst. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2020. Birgitta hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Fossvogi í sumar og sem aðstoðasjúkraþjálfari á námstíma sínum bæði hjá Landsspítalanum og Eir hjúkrunurheimili. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari frá 2010 hjá Fimleikadeild Fjölnis. Birgitta kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.



Jóhannes Már Marteinsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur þann 2.júní n.k. og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Hann útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2004 og með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reyjavík 2014. Hann hefur víðtæka reynslu en áhugasvið hans eru bak-, háls- og stoðkerfisvandamál, einnig meiðsl og endurhæfing tengd íþróttum. Jóhannes Már starfaði hjá Sjúkraþjálfun Íslands árin 2004 – 2010 og er það okkur sönn ánægja að bjóða hann velkominn aftur í hópinn.

Kæru viðskiptavinir.
Næstkomandi mánudag, 25.maí, þá opnum við æfingasalina hjá okkur fyrir korthafa. Við fengum góða aðila hjá Disact til að sótthreinsa salina hjá okkur. Við viljum biðja okkar viðskiptavini að ganga vel um og þrífa snertifleti eftir sig með spritti og sprittklútum sem við bjóðum upp í í sölunum hjá okkur. Verið velkomin í æfingasalina frá og með næsta mánudegi.

Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2019. Malen starfaði áður sem sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg. Hún verður í hlutastarfi hjá okkur og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Við bjóðum við hana velkomna í hópinn.