All Posts By

olafur

Sogæðanudd

Sogæðanudd er sérhæft nudd sem er mjög létt og sérstaða aðferðarinnar felst í takti og stefnu

Sogæðanudd:

 • eykur upptöku vessa
 • eykur motoriska virkni sogæða
 • færir vessa úr stað
 • mýkir harðnaðan bandvef

Bjúgur getur  myndast t.d. vegna:

 • hás blóðþrýstings
 • lágs próteinmagns í blóðinu
 • á síðari stigum hjartabilunar
 • meiðsla
 • bláæðabilunar
 • skertrar starfsgetu sogæðakerfisins

Orsök sogæðabjúgs:

 • skert starfsgeta sogæðakerfisins leiðir til að
 • flutningur á vessa raskast og/eða að
 • vökvi safnast fyrir í millivefina og myndar sogæðabjúg

HM í knattspyrnu 2018

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hafið leik á HM í Rússlandi. Þeir náðu flottum úrslitum í fyrsta leik gegn Argentínu. Sjúkraþjálfarar og læknar liðsins koma úr Orkuhúsinu og óskum við þeim sem og hópnum öllum áframhaldandi velgengni á mótinu. ÁFRAM ÍSLAND.

Ísland á HM í handbolta.

Þessir hafa ekki beðið svona lengi enda tryggði karlalandsliðið í handbolta sér enn einn farseðilinn á úrslitakeppni HM í gærkvöldi og voru þar seinast árið 2017. Frábær árangur hjá hópnum. Óskum Elís Þór, Jón Birgi og hópnum öllum til hamingju með áfangann. ÁFRAM ÍSLAND.