All Posts By

olafur

Breytum um liti í lógóinu okkar

Við höfum ákveðið breyta litunum í lógóinu okkar til samræmis við samstarfsfyrirtæki okkar hér í Orkuhúsinu og tónana í lógói Orkuhússins. Það verður því frá og með þessum degi í bláum tónum.

Stefán H. Stefánsson fær fræðigrein birta

Stefán H. Stefánsson var að fá fræðigrein birta sem hann hefur unnið að í töluverðan tíma í samvinnu m.a. við Svenbjörn Brandsson bæklunarlækni og Röntgen hér í Orkuhúsinu. Rannsóknin var alfarið unnin hér í Orkuhúsinu. Óskum þeim innilega til hamingju.

https://journals.sagepub.com/doi/full/10.1177/2325967119834284?fbclid=IwAR20pVs9ltMdbMDkbl0dpdFD67YMmZs2Fb0dOxrTSsVyL1ke3E7E0jjeKDY#articleShareContainer

Opnum útibú í Spörtu heilsurækt.

Í dag skrifuðum við undir samstarfssamning við Spörtu heilsurækt og opnum útibú þar n.k. mánudag. Þetta er liður í að bjóða viðskiptavinum okkar upp á betri þjónustu og eftirfylgni í æfingum. Við hlökkum til samstarfsins.

Sjúkraþjálfarar að störfum í Katar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er statt í Katar þessa dagana og leikur þar tvo æfingaleiki. Sjúkraþjálfararnir Pétur Örn, Rúnar og Stefán eru þar með liðinu. Við óskum þeim og hópnum öllum velfarnaðar í leikjunum sem og á æfingunum. ÁFRAM ÍSLAND.

Gleðilega hátíð

Við óskum viðskiptavinum okkar, fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Það verður opið hjá okkur milli jóla og áramóta (27. og 28.des). Á nýju ári opnum við þann 2.janúar.

Sogæðanudd

Sogæðanudd er sérhæft nudd sem er mjög létt og sérstaða aðferðarinnar felst í takti og stefnu

Sogæðanudd:

  • eykur upptöku vessa
  • eykur motoriska virkni sogæða
  • færir vessa úr stað
  • mýkir harðnaðan bandvef

Bjúgur getur  myndast t.d. vegna:

  • hás blóðþrýstings
  • lágs próteinmagns í blóðinu
  • á síðari stigum hjartabilunar
  • meiðsla
  • bláæðabilunar
  • skertrar starfsgetu sogæðakerfisins

Orsök sogæðabjúgs:

skert starfsgeta sogæðakerfisins leiðir til að flutningur á vessa raskast og/eða að vökvi safnast fyrir í millivefina og myndar sogæðabjúg.