Skip to main content
All Posts By

olafur

Hilmar Þór hefur störf

Þann 1.september n.k. hefur Hilmar Þór Hilmarsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2019 og síðan mastersgráðu í júní 2021. Hilmar er með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum frá HR sem hann lauk árið 2016. Þá hefur hann starfað sem íþróttafræðingur/sjúkraþjálfari á Hrafnistu á sumrin á timabilinu 2017-2021. Hilmar hefur starfað sem sjúkraþjálfari með meistaraflokksliðum í körfubolta og knattspyrnu frá árinu 2018.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar kemur fram að endurgreiðslan nær ekki til viðskiptavina sjúkraþjálfara sem hafa minna en tveggja ára starfsreynslu. Skjólstæðingar þeirra munu því ekki njóta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Því mun Hilmar Þór starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda.
Hilmar Þór kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.

Leifur hefur störf

Þann 1.september n.k. hefur Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2019 og síðan mastersgráðu í júní 2021.
Leifur hefur starfað á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í sumarvinnu árin 2019-2021. Þá hefur hann starfað sem sjúkraþjálfari hjá meistaraflokkum í knattspyrnu og körfubolta frá 2018 og sem styrktaþjálfari hjá Spörtu heilsurækt 2019-2020.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar kemur fram að endurgreiðslan nær ekki til viðskiptavina sjúkraþjálfara sem hafa minna en tveggja ára starfsreynslu. Skjólstæðingar þeirra munu því ekki njóta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Því mun Leifur starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda.
Leifur kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.

Telma hefur störf

Þann 16.ágúst n.k. hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Telma lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2019 og síðan mastersgráðu í júní 2021.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar kemur fram að endurgreiðslan nær ekki til viðskiptavina sjúkraþjálfara sem hafa minna en tveggja ára starfsreynslu. Skjólstæðingar þeirra munu því ekki njóta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Því mun Telma starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda.
Telma kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hana velkomna í okkar hóp.

Hertar sóttvarnarreglur

Þar sem COVID er farið af stað aftur þá verðum við að herða á sóttvarnar reglum.
ATH! það er núna full grímuskylda hjá okkur. Þetta er gert vegna þess hversu smitandi þetta delta afbrigði virðist vera.
# Minnum á almennar smitvarnir eins og verið hafa.
# Til að framfylgja 1 metra reglunni eru núna stólar fyrir framan herbergi sjúkraþjálfara ef fólk vill nota þá ístaðin fyrir biðstofuna.
# Full grímuskylda er allstaðar.
# Við viljum biðja viðskiptavini að mæta með andlitsgrímur og nota þær alstaðar.
# Vinsamlegast passið upp á að þvo hendur eða spritta þegar þið komið inn á stofuna til okkar.
# Þeir sem nota salinn hjá okkur eru beðnir um að sótthreinsa snertifleti fyrir og eftir notkun og passa upp á 1 metra regluna.
# Við viljum biðja viðskiptavini um að afboða tíma ef þeir finna fyrir minstu einkennum sem svipa til COVID, t.d hósta, hita, beinverkja o.fl.
Við kunnum þetta orðið öll. Höldum áfram eins og frá var horfið.

Tímabundin breyting á opnunartíma

Við breytum opnunartímanum hjá okkur tímabundið. Tímabilið 19.-31.júlí lokum við kl.16:00 alla virka daga bæði í Kringlunni og Orkuhúsinu. Þann 3.ágúst fer opnunartíminn í fyrra horf.

Golfmót Sjúkraþjálfunar Íslands

Golfmót - sigurvegarar

Fyrsta golfmót Sjúkraþjálfunar Íslands var haldið 16.júní á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Það mættu 25 starfsmenn til leiks og léku 9 holur í ágætis veðri. Að lokinni stórskemmtilegri keppni stóðu Ásmundur Arnarsson og Þórdís Ólafsdóttir uppi sem sigurvegarar og Anna Ú. Gunnarsdóttir og Berglind Óskarsdóttir lentu í 2.sæti. Við óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Diljá lætur af störfum.

Í dag lætur Diljá Guðmundardóttir af störfum hjá okkur en hún mun hefja störf hjá heilbrigðissviði Öryggismiðstöðvarinnar eftir helgi. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Hertar reglur

Kæru viðskiptavinir
 
Í ljósi hertra aðgerða lokum við æfingasölunum hjá okkur fyrir korthafa og því eingöngu hægt að fara í salinn í fylgd sjúkraþjálfara.