All Posts By

olafur

COVID-19

Kæru viðskiptavinir.

 

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 þá viljum við koma nokkrum atriðum á framfæri.

 • Báðar stofurnar okkar, Orkuhúsið og Kringlan, eru opnar og erum við að gera okkar ítrasta til að svo verði áfram.
 • Þið þurfið ekki að skrá ykkur inn og kvitta á spjaldtölvu fyrir komunni. Starfsmenn í afgreiðlsu slá inn kennitöluna ykkar á spjaldtölvuna við komu.
 • Við viljum biðja ykkur um að nota eins og kostur er snertilausar greiðslur.
 • Þá höfum við tekið úr umferð öll tímarit á biðstofu og öðrum stöðum. Þetta gerum við til að fækka snertiflötum í rýminu okkar. Þá höfum við spritt viðsvegar um rýmið og hvetjum ykkur til að nota það.
 • Sjúkraþjálfararnir okkar eru allir með vaska, handsápu og spritt inn í meðferðarherberginu sínu sem þeir nota fyrir og eftir meðferðir. Hvetjum ykkur til að nota þessa aðstöðu líka.
 • Við höfum lokað fyrir það að starfsfólk okkar komi bæði í Kringluna og Orkuhúsið. Því er samgangur milli staðanna engin en samskiptin eru góð og fara fram í gegnum netið og síma.
 • Þá biðjum við ykkur að halda ráðlagðri fjarlægð (2 metrar) við aðra viðskiptavini og starfsmenn stofunnar t.d. á biðstofu og í æfingasal.
 • Við viljum biðja ykkur um að mæta á tilsettum tíma og ekki mikið fyrir hann til að stytta veru á biðstofu eins og mögulegt er.
 • Við óskum eftir því að þið þrífið þau tæki og búnað sem þið notið í æfingasalnum með þeim hreinsiefnum sem þar eru í boði.
 • Þá höfum við takmarkað mjög samgang starfsmanna innan hvorrar stofu og förum í einu og öllu eftir ráðleggingum Landlæknis.
 • Við förum fram á það við okkar viðskiptavini að þeir haldi sig heima á meðan þeir eru í sóttkví sem og ef þeir finna fyrir flensulíkum einkennum s.s. þurrum hósta, hita og beinverkjum. Þetta eru skilyrði sem við leggjum á starfsfólk okkar.
 • Þeir sem vilja hafa þann möguleika á að fá sér vatn á meðan æfingum í sal stendur er bent á að taka brúsa með sér.
 • Þá viljum við hvetja alla til samvinnu til að takast á við þessa vá því samvinna og samstarfsvilji er það sem kemur okkur öllum best.

 

Kær kveðja

Sjúkraþjálfun Íslands.

Guðrún Halla er komin til starfa.

Guðrún Halla Guðnadóttir sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands nú í febrúar. Guðrún hefur starfað sem styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt frá árinu 2016. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Kári hefur störf 24.febrúar

Kári lauk B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ 2013, M.Sc. í Performing Arts Medicine frá University College London árið 2016 og fékk sérfræðiviðurkenningu í bæklunarsjúkraþjálfun árið 2019. Hann hefur sérstakan áhuga á meðhöndlun vandamála í hálsi og efri útlimum og hefur m.a. unnið með íþróttaliðum í handbolta og fótbolta sem og með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2016. Kári er aðjúnkt við Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ og meðlimur í EUSSER – The European Society for Shoulder and Elbow Rehabilitation. Við bjóðum Kára velkominn í hópinn.

Jón Helgi hefur störf.

Jón Helgi Ingvarsson sjúkraþjálfari höf störf hjá okkur nú í byrjun febrúar. Hann lauk M.Sc. námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2019. Hann kemur til með að starfa í Kringlunni. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.

Sara bætist í hópinn

Sara M. Odden sjúkraþjálfari höf störf hjá okkur nýlega. Hún kemur frá Svíþjóð og útskrifaðist frá Karolinska Institutet vorið 2019. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Erum flutt í Urðarhvarf 8

Eftir rúm 16 góð ár á Suðurlandsbrautinn fluttum við allt okkar hafurtask um helgina í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Fluttningarnir á laugardag byrjuðu ekki vel því lyftan bilaði í fyrstu ferð og þurftum við að bera allt niður af 2. og 3.hæðinni. Koma því í sendiferðabíl og inn í Urðarhvarfið. Þetta tókst á tveimur og hálfum degi og nú er allt að verða klárt í Urðarhvarfinu til að taka á móti viðskiptavinum okkar en við opnum þar kl.8:00 í fyrramálið. Þetta hefði aldrei tekist nema með samvinnu og samhentu átakið okkar frábæra starfsfólks. Við þökkum öllum þeim sem komu að þessu með okkur og hlökkum til morgundagsins. Sjáumst í Urðarhvarfinu.

Flutningar – Orkuhúsið flytur

Sjúkraþjálfun Íslands flytur af Suðurlandsbraut í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi, 4.hæð.

Við lokum á Suðurlandsbrautinni föstudaginn 24.janúar kl.12:00 og hefjum flutning. Við opnum síðan í Urðarhvarfi mánudaginn 27.janúar kl.8:00.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýju og glæsilegu húsnæði.

Kveðja

Starfsfólk Sjúkraþjálfunar Íslands

13.janúar 2020

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) nk. mánudag, 13. janúar 2020
Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar, þótt ekki sé samningur í gildi

Formleg opnun í Kringlunni

Við höfum opnað nýja starfsstöð sem staðsett er á 3. hæð Kringlunnar (ofan við H&M). Í tilefni þess ætlum við að hafa opið hús á morgun, laugardaginn 30. nóvember milli kl 11 – 14.
Það er formlega verið að opna Heilsuhæð Kringlunnar, í samstarfi við Kírópraktorstöðina og Eins og fætur toga.
Rýmið sem er um 1200 fm er stórglæsilega innréttað og stórbætir aðstöðu fyrir starfsfólk, viðkiptavini og æfingaaðstaðan er framúrskarandi.

Ég vonast til að sem flestir sjái sér fært um að kíkja við og sjá þessa nýju og glæsilegu aðstöðu sem við höfum uppá að bjóða.