Skip to main content
All Posts By

olafur

Jóhanna bætist í hópinn.

Mánudaginn 8.mars n.k. hefur Jóhanna M. Guðlaugsdóttir sjúkraþjálfari störf hjá okkur og verður hún starfandi í Orkuhúsinu. Jóhanna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni árið 1988. Jóhanna hefur víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Andri og Valgeir láta af störfum

Föstudaginn 5.mars láta Andri Ford og Valgeir Einarsson Mantyla af störfum hjá okkur þar með hverfur Kírópraktorstofan Kringlunni úr okkar húsnæði. Við þökkum þeim fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Eiríkur lætur af störfum

Í lok vikunnar lætur Eiríkur Bergmenn Henn af störfum hjá okkur. Hann hefur verið í hlutastarfi hjá okkur á móti starfi hjá Ljósinu og flytur hann sig nú alfarið yfir til Ljóssins. Við þökkum honum fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í starfi og leik.

Stefán varði mastersverkefni sitt í dag.

Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari varði mastersverkefni sitt við Háskóla Íslands í dag og gerði það með miklum sóma. Verkefni ber nafnið, Hásinamein – Áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinavandamál, slembuð samanburðarannsókn. Við óskum honum innilega til hamingju með áfangann.

Opnunartímar yfir hátíðirnar.

23.desember  8:00 – 13:00 (kl.11:00 í Urðarhvarfi)

24.desember Lokað

28.desember  8:00 – 16:00

29.desember  8:00 – 16:00

30.desember  8:00 – 16:00

31.desember  Lokað

4.janúar           8:00 – 17:00

Lokum æfingasalnum tímabundið

Þar sem búið er að herða aðgerðir vegna Covide-19 þá lokum við æfingasalnum fyrir korthafa tímabundið. Við hvetjum alla til að fylgja ítrustu leiðbeiningum fyrir einstaklingsbundnar sóttvarnir. Þá viljum við hvetja fólk til að breyta bókun tíma sinna ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum eða eiga að vera í sóttkví. Minnum alla á að taka með sér grímu.

Breyting á opnunartíma

Frá og með 1.september 2020 þá breytum við opnunartímanum hjá okkur þannig að opið verður til 16:15 á föstudögum í stað 17:00. Opnunartíminn verður því 8:00 – 17:00 mán – fim og 8:00 – 16:15 á föstudögum.

Birgitta hefur störf

Birgitta Rún Smáradóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur á morgun miðvikudaginn 12.ágúst. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2020. Birgitta hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Fossvogi í sumar og sem aðstoðasjúkraþjálfari á námstíma sínum bæði hjá Landsspítalanum og Eir hjúkrunurheimili. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari frá 2010 hjá Fimleikadeild Fjölnis. Birgitta kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.