All Posts By

olafur

Gleðilega hátíð

Við óskum viðskiptavinum okkar, fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Það verður opið hjá okkur milli jóla og áramóta (27. og 28.des). Á nýju ári opnum við þann 2.janúar.

Sogæðanudd

Sogæðanudd er sérhæft nudd sem er mjög létt og sérstaða aðferðarinnar felst í takti og stefnu

Sogæðanudd:

  • eykur upptöku vessa
  • eykur motoriska virkni sogæða
  • færir vessa úr stað
  • mýkir harðnaðan bandvef

Bjúgur getur  myndast t.d. vegna:

  • hás blóðþrýstings
  • lágs próteinmagns í blóðinu
  • á síðari stigum hjartabilunar
  • meiðsla
  • bláæðabilunar
  • skertrar starfsgetu sogæðakerfisins

Orsök sogæðabjúgs:

skert starfsgeta sogæðakerfisins leiðir til að flutningur á vessa raskast og/eða að vökvi safnast fyrir í millivefina og myndar sogæðabjúg.

Staðið á öðrum fæti á jafnvægisdýnu

Standa á öðrum fæti á óstöðugu undirlagi t.d. jafnvægispúða (sjá mynd). Gefa örlítið eftir í hnénu. Halda jafnvægi. Til að byrja með hafa augun opin. Hægt að auka erfiðleikastig með því að loka augum, kasta bolta í vegg eða gera litlar hreyfingar á þeim fæti sem er á lofti. Halda í 20-30 sekúndur og endurtaka þrisvar sinnum með stuttri hvíld á milli setta.

Lyfta sér upp á tær á öðrum fæti

Standa á öðrum fæti. Hendur á mjaðmir. Lyfta sér upp á tær, halda efstu stöðu í 1 sekúndu og svo rólega niður aftur. Passa að skjóta ekki mjöðm út til hliðar. Til að byrja með væri æskilegt að hafa eitthvað til að styðja sig við til að halda jafnvægi.