Fréttir

Birgitta hefur störf

Með ágúst 11, 2020No Comments

Birgitta Rún Smáradóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur á morgun miðvikudaginn 12.ágúst. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2020. Birgitta hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Fossvogi í sumar og sem aðstoðasjúkraþjálfari á námstíma sínum bæði hjá Landsspítalanum og Eir hjúkrunurheimili. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari frá 2010 hjá Fimleikadeild Fjölnis. Birgitta kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.