Skip to main content
Flokkur

Neðri útlimir

Staðið á öðrum fæti á jafnvægisdýnu

Standa á öðrum fæti á óstöðugu undirlagi t.d. jafnvægispúða (sjá mynd). Gefa örlítið eftir í hnénu. Halda jafnvægi. Til að byrja með hafa augun opin. Hægt að auka erfiðleikastig með því að loka augum, kasta bolta í vegg eða gera litlar hreyfingar á þeim fæti sem er á lofti. Halda í 20-30 sekúndur og endurtaka þrisvar sinnum með stuttri hvíld á milli setta.

Lyfta sér upp á tær á öðrum fæti

Standa á öðrum fæti. Hendur á mjaðmir. Lyfta sér upp á tær, halda efstu stöðu í 1 sekúndu og svo rólega niður aftur. Passa að skjóta ekki mjöðm út til hliðar. Til að byrja með væri æskilegt að hafa eitthvað til að styðja sig við til að halda jafnvægi.