Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Mömmunámskeið

Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 11.janúar nk.

Þjálfun fer fram í Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni frá 10.30-11.15 á þriðjudögum og föstudögum. Námskeiðið verður í 6 vikur og við bjóðum upp á pláss fyrir 10 konur, a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Námskeiðið hentar konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk eftir meðgöngu. Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðið. Ásamt styrktarþjálfun verður lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.

Kennarar námskeiðinu eru sjúkraþjálfararnir Guðrún Halla Guðnadóttir, Nadia Margrét Jamchi og Þórdís Ólafsdóttir. Tekið er á móti skráningu í netfangið gudrunhalla@sjukratjalfun.is með fullu nafni og kennitölu.

SAMANTEKT

Mömmuþjálfun:

Þriðjudaga og föstudaga klukkan 10.30 – 11.15 frá 11. janúar til 25. febrúar (6 vikur)

Staðsetning: Kringlan – Litli salur

Verð: 27.900.-

Skráning á gudrunhalla@sjukratjalfun.is (Fullt nafn og kt.)

Lára lætur af störfum.

Lára Bryndís lætur af störfum hjá okkur í móttökunni í Kringlunni nú um mánaðarmótin. Við þökkum henni fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Vísindaferð Félags sjúkraþjálfara

Vísindaferð Félags sjúkraþjálfara var haldin hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni í gær. Þar var boðið upp á kynningu á sögu og starfi fyrirtækisins, starfi fagnefndar Sjúkraþjálfunar Íslands, á doktorsverkefnum Kára Árnasonar og Elís Þórs Rafnssonar, á æfingatækjum frá Kaiser og Exxentric, á vörum frá 4health og göngu- og hlaupagreiningu ásamt vörum frá Fætur toga. Við erum virkilega ánægð með að í kringum 100 sjúkraþjálfarar mættu á viðburðin og langar okkur að þakka þeim kærlega fyrir komuna og vonum að þeir hafi notið stundarinnar ásamt veitingunum frá XO.

Þór hefur störf

Þann 1.nóvember n.k. hefur Þór Davíðsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2019 og síðan mastersgráðu í júní 2021. Þór hefur starfað sem sjúkraþjálfari yngri flokka Stjörnunnar í knattspyrnu undanfarin 2 ár.
Þór kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.

Rúnar Karl hefur störf

Rúnar Karl
Þann 1.september n.k. hefur Rúnar Karl Elfarsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2017. Rúnar Karl hefur starfað á bæklunarskurðdeild Landspítalans frá því að hann útskrifaðist og til dagsins í dag. Ásamt því að starfa þar sem sjúkraþjálfari hefur hann komið að klínískri kennslu fyrir sjúkraþjálfaranema á Landspítalanum frá 2019. Árið 2017 starfaði hann einnig hjá Hreyfingu við hjólaþjálfun og hjá Hjólaþjálfun árin 20017-2019.
Rúnar Karl kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.