Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Svala lætur af störfum.

Svala - sjukratjalfun.is

Í dag lætur Svala Helgadóttir sjúkraþjálfari af störfum eftir að hafa verið með okkur síðastliðin 21 ár. Við erum afskaplega þakklát fyrir að hafa haft hana innan okkar raða í þennan tíma og viljum þakka henni fyrir frábært samstarf. Óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.

Allar opinberar sóttvarnartakmarkanir falla niður.

Kæru viðskiptavinir.
 
Þar sem allar opinberar sóttvarnartakmarkanir falla niður á miðnætti viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
• Grímunotkun er valfrjáls í okkar húsnæði.
• Ef viðskiptavinur óska eftir því að sjúkraþjálfari hans beri grímu verður hann við því.
• Við hvetjum sjúkraþjálfara okkar sem og viðskiptavini til að halda sig heima ef þeir eru með einkenni.
• Við verðum áfram með spritt og aðrar sóttvarnarvörur í boði.
• Við hvetjum alla til að þrífa tækin í æfingasal eftir notkun.
• Við hvetjum alla til að viðhafa persónubundnar sóttvarnir.

Sandra lýkur mastersnámi

Þann 15.febrúar 2022 útskrifaðist Sandra D. Árnadóttir sjúkraþjálfari með mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni hennar ber nafnið Líkamlegur og andlegur munur á aldri, kyni og grein hjá íslensku landsliðsfólki í fimleikum (Evaluation of physical and psychological differences for age, gender and discipline in elite gymnasts in Iceland). Við óskum henni til hamingju með áfangann.

Malen í 100% starf.

Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari hefur unnið hjá okkur í Orkuhúsinu í 60% starfi undanfarna mánuði. Það gleður okkur að tilkynna að frá og með 1.mars verður hún í 100% starfi hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Malen verður 3 daga í viku í Orkuhúsinu og 2 daga í Kringlunni.

Mömmunámskeið hefst 22.febrúar.

Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 22.febrúar nk. Það var fullbókað á seinasta námskeið sem hófst 11.janúar s.l..
Þjálfun fer fram í Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni frá 11.45-12.45 á þriðjudögum og föstudögum. Námskeiðið verður í 6 vikur og við bjóðum upp á pláss fyrir 8 konur, a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Námskeiðið hentar konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk eftir meðgöngu. Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðið. Ásamt styrktarþjálfun verður lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.
Kennarar námskeiðinu eru sjúkraþjálfararnir Guðrún Halla Guðnadóttir, Nadia Margrét Jamchi og Þórdís Ólafsdóttir. Tekið er á móti skráningu í netfangið gudrunhalla@sjukratjalfun.is með fullu nafni og kennitölu.
SAMANTEKT
Mömmuþjálfun:
Þriðjudaga og föstudaga klukkan 11.45 – 12.45 frá 22. febrúar til 1. apríl (6 vikur)
Staðsetning: Kringlan – Litli salur
Verð: 27.900.-
Skráning á gudrunhalla@sjukratjalfun.is (Fullt nafn og kt.)

Mömmunámskeið

Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 11.janúar nk.

Þjálfun fer fram í Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni frá 10.30-11.15 á þriðjudögum og föstudögum. Námskeiðið verður í 6 vikur og við bjóðum upp á pláss fyrir 10 konur, a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Námskeiðið hentar konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk eftir meðgöngu. Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðið. Ásamt styrktarþjálfun verður lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.

Kennarar námskeiðinu eru sjúkraþjálfararnir Guðrún Halla Guðnadóttir, Nadia Margrét Jamchi og Þórdís Ólafsdóttir. Tekið er á móti skráningu í netfangið gudrunhalla@sjukratjalfun.is með fullu nafni og kennitölu.

SAMANTEKT

Mömmuþjálfun:

Þriðjudaga og föstudaga klukkan 10.30 – 11.15 frá 11. janúar til 25. febrúar (6 vikur)

Staðsetning: Kringlan – Litli salur

Verð: 27.900.-

Skráning á gudrunhalla@sjukratjalfun.is (Fullt nafn og kt.)