Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Golfmót Sjúkraþjálfunar Íslands

Golfmót - sigurvegarar

Fyrsta golfmót Sjúkraþjálfunar Íslands var haldið 16.júní á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Það mættu 25 starfsmenn til leiks og léku 9 holur í ágætis veðri. Að lokinni stórskemmtilegri keppni stóðu Ásmundur Arnarsson og Þórdís Ólafsdóttir uppi sem sigurvegarar og Anna Ú. Gunnarsdóttir og Berglind Óskarsdóttir lentu í 2.sæti. Við óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Diljá lætur af störfum.

Í dag lætur Diljá Guðmundardóttir af störfum hjá okkur en hún mun hefja störf hjá heilbrigðissviði Öryggismiðstöðvarinnar eftir helgi. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Hertar reglur

Kæru viðskiptavinir
 
Í ljósi hertra aðgerða lokum við æfingasölunum hjá okkur fyrir korthafa og því eingöngu hægt að fara í salinn í fylgd sjúkraþjálfara.

Jóhanna bætist í hópinn.

Mánudaginn 8.mars n.k. hefur Jóhanna M. Guðlaugsdóttir sjúkraþjálfari störf hjá okkur og verður hún starfandi í Orkuhúsinu. Jóhanna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni árið 1988. Jóhanna hefur víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Andri og Valgeir láta af störfum

Föstudaginn 5.mars láta Andri Ford og Valgeir Einarsson Mantyla af störfum hjá okkur þar með hverfur Kírópraktorstofan Kringlunni úr okkar húsnæði. Við þökkum þeim fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Eiríkur lætur af störfum

Í lok vikunnar lætur Eiríkur Bergmenn Henn af störfum hjá okkur. Hann hefur verið í hlutastarfi hjá okkur á móti starfi hjá Ljósinu og flytur hann sig nú alfarið yfir til Ljóssins. Við þökkum honum fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í starfi og leik.

Stefán varði mastersverkefni sitt í dag.

Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari varði mastersverkefni sitt við Háskóla Íslands í dag og gerði það með miklum sóma. Verkefni ber nafnið, Hásinamein – Áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinavandamál, slembuð samanburðarannsókn. Við óskum honum innilega til hamingju með áfangann.

Opnunartímar yfir hátíðirnar.

23.desember  8:00 – 13:00 (kl.11:00 í Urðarhvarfi)

24.desember Lokað

28.desember  8:00 – 16:00

29.desember  8:00 – 16:00

30.desember  8:00 – 16:00

31.desember  Lokað

4.janúar           8:00 – 17:00