Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Lokum æfingasalnum tímabundið

Þar sem búið er að herða aðgerðir vegna Covide-19 þá lokum við æfingasalnum fyrir korthafa tímabundið. Við hvetjum alla til að fylgja ítrustu leiðbeiningum fyrir einstaklingsbundnar sóttvarnir. Þá viljum við hvetja fólk til að breyta bókun tíma sinna ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum eða eiga að vera í sóttkví. Minnum alla á að taka með sér grímu.

Breyting á opnunartíma

Frá og með 1.september 2020 þá breytum við opnunartímanum hjá okkur þannig að opið verður til 16:15 á föstudögum í stað 17:00. Opnunartíminn verður því 8:00 – 17:00 mán – fim og 8:00 – 16:15 á föstudögum.

Birgitta hefur störf

Birgitta Rún Smáradóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur á morgun miðvikudaginn 12.ágúst. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2020. Birgitta hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Fossvogi í sumar og sem aðstoðasjúkraþjálfari á námstíma sínum bæði hjá Landsspítalanum og Eir hjúkrunurheimili. Hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari frá 2010 hjá Fimleikadeild Fjölnis. Birgitta kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Hertar reglur vegna COVID-19

Sjúkraþjálfun Íslands hefur gripið til eftirfarandi aðgerða í samræmi við tilmæli landlæknis til að draga úr smithættu á meðan COVID-19 stendur.
# Sótthreinsun og almennar smitvarnir hafa verið efldar.
# Til að framfylgja 2 metra reglunni eru núna stólar fyrir framan herbergi sjúkraþjálfara fyrir viðskiptavini til að nota í staðinn fyrir biðstofuna.
# Starfsfólk okkar notar núna andlitsgrímur þegar við á.
# Við viljum biðja viðskiptavini að mæta með andlitsgrímur og nota þær þegar ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
# Vinsamlegast passið upp á að þvo hendur eða spritta þegar þið komið inn á stofuna til okkar.
# Þeir sem nota salinn hjá okkur eru beðnir um að sótthreinsa snertifleti fyrir og eftir notkun og passa upp á 2 metra regluna.
# Við viljum biðja viðskiptavini um að afboða tíma ef þeir finna fyrir einhverjum flensulíkum einkennum, t.d hósta, hita eða beinverkjum.
Förum varlega og tökum tillit til hvors annars 😃 við erum jú öll almannavarnir!

Jón Gunnar hefur störf.

Á morgun, þriðjudaginn 14.júlí, þá hefur Jón Gunnar Þorsteinsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur hér í Urðarhvarfi. Jón Gunnar útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ árið 1995. Hann hefur starfað á verkjasviði Reykjalundar frá 1995. Við bjóðum hann velkominn til starfa.

Jóhannes Már hefur störf

Jóhannes Már Marteinsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur þann 2.júní n.k. og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Hann útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2004 og með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reyjavík 2014. Hann hefur víðtæka reynslu en áhugasvið hans eru bak-, háls- og stoðkerfisvandamál, einnig meiðsl og endurhæfing tengd íþróttum. Jóhannes Már starfaði hjá Sjúkraþjálfun Íslands árin 2004 – 2010 og er það okkur sönn ánægja að bjóða hann velkominn aftur í hópinn.

Opnum æfingasalina

Kæru viðskiptavinir.
Næstkomandi mánudag, 25.maí, þá opnum við æfingasalina hjá okkur fyrir korthafa. Við fengum góða aðila hjá Disact til að sótthreinsa salina hjá okkur. Við viljum biðja okkar viðskiptavini að ganga vel um og þrífa snertifleti eftir sig með spritti og sprittklútum sem við bjóðum upp í í sölunum hjá okkur. Verið velkomin í æfingasalina frá og með næsta mánudegi.

Malen hefur störf

Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2019. Malen starfaði áður sem sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg. Hún verður í hlutastarfi hjá okkur og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Við bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Nadia hefur störf

Nadi Margrét Jamchi sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í vikunni. Hún útskrifaðist með M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2019. Nadia hefur starfað m.a. sem sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstofunni Styrk, hóptímaþjálfari hjá Hreyfingu, skauta- og styrktarþjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur og verið í sjúkraþjálfarteymi Mfl.kk. í knattspyrnu hjá Þrótti frá 2018. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Fjarheilbrigðisþjónusta

Sjúkratryggingar Íslands taka nú þátt í kostnaði vegna fjarheilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjúkraþjálfurum. Allir sjúkraþjálfarar sem starfa hjá Sjúkraþjálfun Íslands eru komnir með staðfestingu frá Landlækni og Sjúkratryggingum Íslands um að uppfylla skilyrði til að veita fjarheilbrigðisþjónustu. Við lítum á þennan möguleika sem kost til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn betri þjónustu.