

Fyrsta golfmót Sjúkraþjálfunar Íslands var haldið 16.júní á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Það mættu 25 starfsmenn til leiks og léku 9 holur í ágætis veðri. Að lokinni stórskemmtilegri keppni stóðu Ásmundur Arnarsson og Þórdís Ólafsdóttir uppi sem sigurvegarar og Anna Ú. Gunnarsdóttir og Berglind Óskarsdóttir lentu í 2.sæti. Við óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Mánudaginn 8.mars n.k. hefur Jóhanna M. Guðlaugsdóttir sjúkraþjálfari störf hjá okkur og verður hún starfandi í Orkuhúsinu. Jóhanna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni árið 1988. Jóhanna hefur víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari og bjóðum við hana velkomna í hópinn.