Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Breytum um liti í lógóinu okkar

Við höfum ákveðið breyta litunum í lógóinu okkar til samræmis við samstarfsfyrirtæki okkar hér í Orkuhúsinu og tónana í lógói Orkuhússins. Það verður því frá og með þessum degi í bláum tónum.

Stefán H. Stefánsson fær fræðigrein birta

Stefán H. Stefánsson var að fá fræðigrein birta sem hann hefur unnið að í töluverðan tíma í samvinnu m.a. við Svenbjörn Brandsson bæklunarlækni og Röntgen hér í Orkuhúsinu. Rannsóknin var alfarið unnin hér í Orkuhúsinu. Óskum þeim innilega til hamingju.

https://journals.sagepub.com/doi/full/10.1177/2325967119834284?fbclid=IwAR20pVs9ltMdbMDkbl0dpdFD67YMmZs2Fb0dOxrTSsVyL1ke3E7E0jjeKDY#articleShareContainer

Opnum útibú í Spörtu heilsurækt.

Í dag skrifuðum við undir samstarfssamning við Spörtu heilsurækt og opnum útibú þar n.k. mánudag. Þetta er liður í að bjóða viðskiptavinum okkar upp á betri þjónustu og eftirfylgni í æfingum. Við hlökkum til samstarfsins.

Fyrirlestur um höfuðáverka og meðhöndlun þeirra.

Fimmtudaginn 14.febrúar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen sérnámslæknir í heimilislækningum fyrirlestur fyrir sjúkraþjálfarana okkar um höfuðáverka og meðhöndlun þeirra. Mjög fræðandi og gagnlegur fyrirlestur og þökkum við henni kærlega fyrir.

Sjúkraþjálfarar að störfum í Katar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er statt í Katar þessa dagana og leikur þar tvo æfingaleiki. Sjúkraþjálfararnir Pétur Örn, Rúnar og Stefán eru þar með liðinu. Við óskum þeim og hópnum öllum velfarnaðar í leikjunum sem og á æfingunum. ÁFRAM ÍSLAND.

Gleðilega hátíð

Við óskum viðskiptavinum okkar, fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Það verður opið hjá okkur milli jóla og áramóta (27. og 28.des). Á nýju ári opnum við þann 2.janúar.

Árshátíð Sjúkraþjálfunar Íslands

Árshátíð fyrirtækisins var haldin s.l. laugardag. Skemmtinefndin skipulagði frábæra óvissuferð sem endaði á kvöldverði og gistingu á Hótel Eldhestar. Virkilega skemmtilegur og vel skipulagður dagur.

Hádegisfyrirlestur

Við fengum Ragnheiði Guðfinnu frá stress.is til okkar í hádeginu s.l. fimmtudag og var hún með fyrirlestur fyrir starfsfólk Sjúkraþjálfunar Íslands um kulnun í starfi. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og hvetjum við fólk til að kynna sér um hvað kulnun í starfi snýst og hvaða möguleikar eru í stöðunni til að sporna við henni.

HM í knattspyrnu 2018

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hafið leik á HM í Rússlandi. Þeir náðu flottum úrslitum í fyrsta leik gegn Argentínu. Sjúkraþjálfarar og læknar liðsins koma úr Orkuhúsinu og óskum við þeim sem og hópnum öllum áframhaldandi velgengni á mótinu. ÁFRAM ÍSLAND.