Fréttir

COVID-19

Með mars 16, 2020No Comments

Kæru viðskiptavinir.

 

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 þá viljum við koma nokkrum atriðum á framfæri.

 • Báðar stofurnar okkar, Orkuhúsið og Kringlan, eru opnar og erum við að gera okkar ítrasta til að svo verði áfram.
 • Þið þurfið ekki að skrá ykkur inn og kvitta á spjaldtölvu fyrir komunni. Starfsmenn í afgreiðlsu slá inn kennitöluna ykkar á spjaldtölvuna við komu.
 • Við viljum biðja ykkur um að nota eins og kostur er snertilausar greiðslur.
 • Þá höfum við tekið úr umferð öll tímarit á biðstofu og öðrum stöðum. Þetta gerum við til að fækka snertiflötum í rýminu okkar. Þá höfum við spritt viðsvegar um rýmið og hvetjum ykkur til að nota það.
 • Sjúkraþjálfararnir okkar eru allir með vaska, handsápu og spritt inn í meðferðarherberginu sínu sem þeir nota fyrir og eftir meðferðir. Hvetjum ykkur til að nota þessa aðstöðu líka.
 • Við höfum lokað fyrir það að starfsfólk okkar komi bæði í Kringluna og Orkuhúsið. Því er samgangur milli staðanna engin en samskiptin eru góð og fara fram í gegnum netið og síma.
 • Þá biðjum við ykkur að halda ráðlagðri fjarlægð (2 metrar) við aðra viðskiptavini og starfsmenn stofunnar t.d. á biðstofu og í æfingasal.
 • Við viljum biðja ykkur um að mæta á tilsettum tíma og ekki mikið fyrir hann til að stytta veru á biðstofu eins og mögulegt er.
 • Við óskum eftir því að þið þrífið þau tæki og búnað sem þið notið í æfingasalnum með þeim hreinsiefnum sem þar eru í boði.
 • Þá höfum við takmarkað mjög samgang starfsmanna innan hvorrar stofu og förum í einu og öllu eftir ráðleggingum Landlæknis.
 • Við förum fram á það við okkar viðskiptavini að þeir haldi sig heima á meðan þeir eru í sóttkví sem og ef þeir finna fyrir flensulíkum einkennum s.s. þurrum hósta, hita og beinverkjum. Þetta eru skilyrði sem við leggjum á starfsfólk okkar.
 • Þeir sem vilja hafa þann möguleika á að fá sér vatn á meðan æfingum í sal stendur er bent á að taka brúsa með sér.
 • Þá viljum við hvetja alla til samvinnu til að takast á við þessa vá því samvinna og samstarfsvilji er það sem kemur okkur öllum best.

 

Kær kveðja

Sjúkraþjálfun Íslands.