Fréttir

Erum flutt í Urðarhvarf 8

Með janúar 26, 2020No Comments

Eftir rúm 16 góð ár á Suðurlandsbrautinn fluttum við allt okkar hafurtask um helgina í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Fluttningarnir á laugardag byrjuðu ekki vel því lyftan bilaði í fyrstu ferð og þurftum við að bera allt niður af 2. og 3.hæðinni. Koma því í sendiferðabíl og inn í Urðarhvarfið. Þetta tókst á tveimur og hálfum degi og nú er allt að verða klárt í Urðarhvarfinu til að taka á móti viðskiptavinum okkar en við opnum þar kl.8:00 í fyrramálið. Þetta hefði aldrei tekist nema með samvinnu og samhentu átakið okkar frábæra starfsfólks. Við þökkum öllum þeim sem komu að þessu með okkur og hlökkum til morgundagsins. Sjáumst í Urðarhvarfinu.