Andri R. Ford er mættur á klakann eftir nám í Wales. Hefur hann lokið Msc gráðu í Kírópraktík sem gefur starfsheitið Doctor of Chiropractic frá University of South Wales. Einnig hefur Andri lokið framhaldsnámi í ómskoðun (MSK ultrasonography).
Ásamt því að vera Sjúkraþjálfari Fjölnis í knattspyrnu hefur Andri einnig unnið með Cardiff City og kvennalandsliðinu í knattspyrnu meðfram námi. Hann hefur hafið störf hjá okkur og bjóðum við hann velkominn heim.