Undanfarið höfum við verið að vinna í að bæta aðstöðuna í salnum hjá okkur. Nú í dag vorum við að setja upp þrjú ný æfingatæki frá fyrirtækinu HUR í Finnlandi en Fastus er umboðaðili þeirra hér á landi. Þessi tæki eru ekki með hefðbundnum lóðum heldur loftknúin. Þetta þýðir að við þurftum að endurskipuleggja æfingasalinn að hluta og vonum við að það verði viðskiptavinum okkar til hagsbóta.