Valgeir Einarsson Mantyla hefur lokið námi sem hann hefur verið í undanfarin misseri í Wales. Námið var til MSChiropractic gráðu sem gefur starfsheitið Doctor of Chiropractic. Námið stóð yfir í 3 og hálft ár við University of South Wales í Bretlandi þar sem síðasta árið var klínísk vinna á stofu á vegum skólans. Valgeir starfaði meðal annars fyrir Cardiff City FC s.l. tímabil, og vinnur nú náið með íþróttafólki, sérstaklega knattspyrnufólki með vandamál tengdum hrygg og mjöðm. Hann er starfandi aðalsjúkraþjálfari hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti Reykjavík, og hefur verið s.l. 9 ár. Nú er hann kominn til landsins og hefur hafið störf hjá okkur. Við bjóðum hann velkomin til starfa.