7. Maí 2016
Stefán H Stefánsson sjúkraþjálfari er þessa dagana staddur á ESSKA ráðstefnunni í Barcelona að kynna hluta af rannsóknarverkefni sínu um hásinavandamál. Verkefnið heitir Severity of symptoms in Ahcilles tendinopathy
6. Apr 2016
Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari er kominn í tímabundið leyfi frá störfum og hefur hafið störf hjá Aspetar Orthopeadic and Sports Medicine Hospital í Katar. Við óskum honum góðs gengis í nýju starfi.
4. Mar 2016
Ragnheiður Guðrún Magnúsdóttir sjúkraþjálfari er mætt aftur til starfa eftir að hafa verið í fæðingarorlofi. Við bjóðum hana velkomna til leiks.
17. Des 2015
Kolbrún Vala Jónsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari hefur hafið störf hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Kolbrún hefur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun og nefnist lokaverkefnið hennar Kynbundinn munur á líkamsbeitingu ungmenna við fallhopp: Áhrif vöðvaþreytu, Gender Differences in Drop Jump Landing Mechanics among Prepubertal Children and the Effects of Fatigue. Við bjóðum Kolbrúnu Völu velkomna í hópinn.
17. Okt 2015
Elís Þór er kominn í námsleyfi og verður því ekki við störf hjá okkur í vetur. 
29. Sep 2015
Stofan verður lokuð 2. og 5.október vegna árshátíðarferðar starfólks. 
9. Jún 2015
Valgeir Einarsson Mantyla sjúkraþjálfari stundaði nám í Wales í vetur. Hann er nú kominn til landsins og ætlar að starfa hjá okkur yfir sumarmánuðina þar til hann heldur aftur til náms. Við bjóðum hann velkominn til okkar. 
4. Jún 2015
Andri Ford hefur verið að stunda nám erlendis í vetur en er mættur á klakann og verður hjá okkur í sumar. Hann heldur til náms á ný í september. Bjóðum hann velkominn.
15. Maí 2015
Freyja fór á 2015 Osteoarthritis Research Society International (OARSI) World Congress sem er alþjóða ráðstefna um rannsóknir á slitgigt og var haldin í Seattle, 30.apríl -3. maí 2015. Þar var hún með poster um meistararannsóknina sína, "Proximal effects of unloader bracing for medial knee osteoarthritis". http://2015.oarsi.org/general-information http://oarsi.org/
7. Maí 2015
Kolbrún B. Egilsdóttir hefur látið af störfum hjá okkur eftir 15 ára starfsferil. Við þökkum henni innilega fyrir samstarfið en hún reyndist fyrirtækinu virkilega vel og er frábær starfskraftur. Óskum henni velgengni í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Takk fyrir allt Kolla.

Pages