17. Apr 2015
Á miðvikudaginn var haldinn fundur í Madrid vegna IMA verkefnisins sem Sjúkraþjálfun Íslands tekur þátt í. IMA verkefnið gengur út á að þróa mælitæki, með það fyrir augum að þar fái sjúkraþjálfarar í hendur notendavænt og fljótlegt tæki sem gefur nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um hreyfingar og virkni vöðva.
10. Jan 2015
Guðný Björg Björnsdóttir sérfræðingur í stoðkerfissjúkraþjálfun er mætt aftur til starfa eftir barnsburðarleyfi. Við bjóðum hana velkomna.
15. Des 2014
22.des           opið              kl.8:00 – 17:00 23.des           opið              kl.8:00 – 12:00 24.des           lokað 25.des           lokað 26.des           lokað 29.des           opið              kl.8:00 – 17:00 30.des           opið              kl.8:00 – 17:00 31.des           lokað 1.jan             lokað 2.jan             opið              kl.8:00 – 17:00
6. Des 2014
Freyja varði mastersritgerð sína með stæl í gær. Verkefnið ber nafnið Proximal effects of unloader bracing for medial knee osteoarthritis - Analyses of muscle activation and movement patterns of hip and trunk during walking. Við óskum henn innilega til hamingju með áfangann.
29. Nóv 2014
Ásmundur Arnarsson sjúkraþjálfari er kominn til starfa hjá okkur aftur eftir stutt hlé. Við bjóðum hann velkominn.
30. Okt 2014
Róbert Þór Henn sjúkraþjálfari hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Íslands í september s.l. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.
20. Sep 2014
Andri R. Ford hélt til Englands í gær til að mennta sig enn frekar. Hann hefur því látið af störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands í bili. Við óskum honum góðs gengis og ánægjulegrar dvalar á erlendri grundu.
8. Sep 2014
Í dag er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara. Óskum öllum sjúkraþjálfurum nær og fjær til hamingju með daginn.
2. Sep 2014
Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari er mætt aftur til starfa eftir barneignafrí. Við bjóðum hana velkomna til baka.
10. Júl 2014
Við breytum opnunartímanum hjá okkur í júlí þannig að það verður opið til kl.16:00 á föstudögum í stað kl.17:00. Föstudaginn 8.ágúst breytist hann aftur í fyrra horf.

Pages