19. Des 2013
Um hátíðarnar eru breyttir opnunartímar. Lokað verður dagana 24, 25, 26, 31. desember og 1 janúar. Skoðið frétt til að sjá nánar.
8. Des 2013
Í lok nóvember hélt Sjúkraþjálfun Íslands námskeið fyrir sjúkraþjálfara stofunnar. Það fór fram í fyrirlestrarsal Orkuhússins og var leiðbeinandinn dr. Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari. Viðfangsefnið var skoðun, greining og meðhöndlun mjóbaksvandamála. 
10. Okt 2013
Eygló Traustadóttir sjúkraþjálfari varði meistararitgerð sína í hreyfivísindum við Háskóla Íslands 1.október s.l.. Verkefnið ber nafnið Stoðkerfisverkir og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdarfar. Við óskum henni til hamingju með áfangan.
30. Sep 2013
Afgreiðslan og æfingasalurinn verða lokuð fimmtudaginn 3.okt og föstudaginn 4.október vegna árshátíðarferðar starfsmanna Sjúkraþjálfunar Íslands. Við verðum mætt aftur til starfa kl.8:00 á mánudagsmorgun, 7.október. Góða helgi.
23. Sep 2013
Verkefnið ber nafnið Intelligent motion analysis (IMA) og er samstarfsverkefni aðila frá fjórum löndum en það eru: Nýsköðunarmiðstöð Íslands, Kine ehf, Félag sjúkraþjálfara á Íslandi, Félag sjúkraþjálfara á Spáni, Félag sjúkraþjálfara í Hollandi, Marítim sjúkraþjálfunarstofa í Valencia á Spáni, Intelligent Systems Researce institude í Bretlandi, Institutio de Biomedica de Valencia í Valencia á Spáni og Sjúkraþjálfun Íslands Verkefni fékk styrk frá Seventh Framework programmi Evrópusambandsins og er því stjórnað af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 
13. Sep 2013
Um þessar mundir fagnar Orkuhúsið 10 ára afmæli sínu og við erum stolt af því að vera hluti af starfseminni þar. Þökkum samstarfsfólki okkar og viðskiptavinum kærlega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
8. Sep 2013
Lið Sjúkraþjálfunar Íslands náði 2.sæti, ásamt liði Applicon, í Firmakeppni Þríkó (synda, hjóla og hlaupa) en keppnin fór fram í morgun og var haldin í Kópavogi. Óskum liðsmönnum til hamingju með glæsilegan árangur.
5. Sep 2013
Andri Roland Ford sjúkraþjálfari hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Íslands 1.september s.l.. Hann starfar á Suðurlandsbraut 34. Við bjóðum hann velkominn í hópinn. Nánari upplýsingar um hann má sjá undir liðnum "starfsfólk".
5. Sep 2013
Sólveig María Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari lét af störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Heilsuborg frá og með 1.september s.l.. Hún er farin til starfa á öðrum vettvangi en verður þó viðloðandi námskeið í Heilsuborg áfram. Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari tekur við stöðu hennar í Heilsuborg.
19. Ágú 2013
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom í heimsókn í Orkuhúsið í byrjun júlí ásamt aðstoðarmönnum. Þau fengu kynningu á starfsemi hússins og skoðuðu aðstöðu fyrirtækjanna sem þar starfa. Það er ánægjulegt þegar ráðamenn þjóðarinnar gefa sér tíma til að skoða hvað er að gerast í einkarekna hluta heilbrigðisgeirans.

Pages