23. Júl 2013
Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari og knattspyrnukappi hóf störf hjá okkur nú í byrjun júlí. Hún kemur til með að vinna bæði á Suðurlandsbrautinni og í Heilsuborg. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
28. Jún 2013
Sú breyting verður í júlí að opnunartíminn styttist um 1 klst á föstudögum og verður því frá kl.8:00 til 16:00.
18. Jún 2013
Stefán fékk rannsóknarstyrk frá Íþróttasjóði ríkisins vegna mastersverkefnis sem hann vinnur að. Verkefni ber nafnið Áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinarvandamál. Óskum honum til hamingju með styrkinn. Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna undir liðnum "Rannsóknir" hér á heimasíðunni.
13. Jún 2013
Kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar verður gegn Rúmenum í Laugardalshöll á sunnudag kl.19:45. Við hvetjum alla til að mæta og kveðja drenginn. Elli og Pétur verða allavega á staðnum. Áfram Ísland.
21. Maí 2013
Sjúkraþjálfun Íslands hefur fest kaup á Game Ready tæki en það gefur öflugan þrýsting og kælingu samtímis.  Game Ready hentar vel eftir aðgerðir eða áverka sem fólk verður fyrir. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu framleiðanda -  http://www.gameready.co.uk
29. Apr 2013
Dagana 6.-8. maí fer fram ráðstefna í Osló, um stoðkerfisvandamál, á vegum Oslo Sports Trauma Research Center. Þar verður Elís með fyrirlestur tengdan doktorsverkefni sínu og nefnist hann "Overuse problems in Icelandic elite male handball players".
12. Apr 2013
Leikið er gegn Wales, N-Írum og Færeyjum. Mótið fer fram í Cardiff og á Sjúkraþjálfun Íslands fulltrúa í hvorum hóp. Rúnar starfar með karlaliðinu og Tinna með kvennaliðinu. Mótið hjá strákunum stendur nú yfir og líkur á sunnudag. Stelpurnar fara síðan af landi brott á mánudag og koma til baka föstudaginn 19.apríl. Við óskum hópunum góðs gengis.
5. Apr 2013
Það fara þrír landsleikir fram um helgina þar sem sjúkraþjálfarar frá stofunni koma við sögu. Á morgun mætir kvennalandslið Íslands í knattspyrnu því sænska í Vaxjö í Svíþjóð. Svala er sjúkraþjálfari liðsins. Á sama tíma er Guðrún við störf í Portúgal þar sem U19 kvenna í knattspyrnu leikur gegn Finnum en það er leikur í milliriðli EM. Báðir þessir leikir fara fram kl.15:00 að íslenskum tíma. Á sunnudag eru síðan strákarnir í karlalandsliðið í handknattleik í sviðsljósinu þar sem þeir etja kappi við Slóvena kl.16:00 í Laugardalshöll. Þar verða Elís Þór og Pétur við störf.
4. Apr 2013
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann góðan sigur á Slóvenum nú í dag 28 - 29 í undankeppni Evrópumóts landsliða. Pétur Örn er sjúkraþjálfari liðsins í þessu verkefni eins og svo oft áður. Við óskum íslenska hópnum til hamingju með sigurinn og góðrar heimferðar.
21. Mar 2013
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóvenum á morgun í undankeppni HM. Sjúkraþjálfararnir Friðrik Ellert og Stefán eru staddir með liðinu í Slóveníu en þeir hafa starfað með því í töluverðan tíma. Við hvetjum alla til að fylgjast með leiknum og óskum liðinu góðs gengis. Áfram Íslands.

Pages