14. Mar 2013
Elís Þór fékk rannsóknarstyrk frá Íþróttasjóði ríkisins vegna doktorsverkefnis sem hann vinnur að. Verkefni ber nafnið Álagseinkenni í handknattleik karla á Íslandi. Óskum honum til hamingju með styrkinn. Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna undir liðnum "Rannsóknir" hér á heimasíðunni.
1. Mar 2013
Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn þann 8. mars 2013 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica v/Suðurlandsbraut.  Tveir sjúkraþjálfarar frá Sjúkraþjálfun Íslands verða með fyrirlestra þar. Guðný Björg Björnsdóttir sjúkraþjálfari og M.Sc. í Manipulative Therapy fjallar um úthald og þreytueinkenni í beygju- og réttivöðvum háls hjá sjúklingum með líkamsstöðutengda hálsverki. Stefán Stefánsson  sjúkraþjálfari og meistaranemi í Hreyfivísindum við Háskóla Íslands mun kynna VISA-A spurningarlistann sem er mælitæki fyrir hásinavandamál. 
16. Feb 2013
Guðný Björg er komin til landsins eftir að hafa stundað nám í Manipulative Therapy við Curtin University of Techonology í Perth í Ástralíu. Hún lauk því námi árið 2008. Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún starfaði hjá Nuffield Health and Wellbeing árin 2009 til 2011. Hennar sérhæfing er greining og meðferð á háls- og bakeinkennum. Guðný hóf störf hjá okkur í september 2012 og við bjóðum hana velkomna í hópinn.
1. Feb 2013
Aníta S. Pedersen sjúkraþjálfari er komin aftur til starfa hjá okkur. Hún hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár og lauk mastersnámi í íþróttasjúkraþjálfun frá háskólanum í Lundi árið 2011. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
20. Jan 2013
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari er staddur á HM í handknattleik með íslenska karlalandsliðinu. Hann hefur starfað með þeim undanfarin 10 ár og farið á mörg stórmótin. Hvetjum alla til að horfa á Ísland - Frakkland í dag kl.19:15. Áfram Ísland. 

Pages