
Sjúkraþjálfun Íslands hefur gripið til eftirfarandi aðgerða í samræmi við tilmæli landlæknis til að draga úr smithættu á meðan COVID-19 stendur.
# Sótthreinsun og almennar smitvarnir hafa verið efldar.
# Til að framfylgja 2 metra reglunni eru núna stólar fyrir framan herbergi sjúkraþjálfara fyrir viðskiptavini til að nota í staðinn fyrir biðstofuna.
# Starfsfólk okkar notar núna andlitsgrímur þegar við á.
# Við viljum biðja viðskiptavini að mæta með andlitsgrímur og nota þær þegar ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
# Vinsamlegast passið upp á að þvo hendur eða spritta þegar þið komið inn á stofuna til okkar.
# Þeir sem nota salinn hjá okkur eru beðnir um að sótthreinsa snertifleti fyrir og eftir notkun og passa upp á 2 metra regluna.
# Við viljum biðja viðskiptavini um að afboða tíma ef þeir finna fyrir einhverjum flensulíkum einkennum, t.d hósta, hita eða beinverkjum.
Förum varlega og tökum tillit til hvors annars
við erum jú öll almannavarnir!
