Fréttir

Jóhanna bætist í hópinn.

Með febrúar 26, 2021No Comments

Mánudaginn 8.mars n.k. hefur Jóhanna M. Guðlaugsdóttir sjúkraþjálfari störf hjá okkur og verður hún starfandi í Orkuhúsinu. Jóhanna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni árið 1988. Jóhanna hefur víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari og bjóðum við hana velkomna í hópinn.