Fréttir

Kári hefur störf 24.febrúar

Með febrúar 16, 2020No Comments

Kári lauk B.Sc. í sjúkraþjálfun frá HÍ 2013, M.Sc. í Performing Arts Medicine frá University College London árið 2016 og fékk sérfræðiviðurkenningu í bæklunarsjúkraþjálfun árið 2019. Hann hefur sérstakan áhuga á meðhöndlun vandamála í hálsi og efri útlimum og hefur m.a. unnið með íþróttaliðum í handbolta og fótbolta sem og með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2016. Kári er aðjúnkt við Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ og meðlimur í EUSSER – The European Society for Shoulder and Elbow Rehabilitation. Við bjóðum Kára velkominn í hópinn.