Fréttir

Tilkynning

Með mars 23, 2020No Comments

Kæru viðskiptavinir

 

Við munum skerða þjónustu okkar frá og með þriðjudeginum 24. mars. Opnunartími styttist og æfingasalir verða lokaðir. Við komum til með að sinna bráðatilfellum sem upp geta komið sem og þeim hóp sem nauðsynlega þarf á þjónustu okkar að halda.

Sjúkraþjálfarar stofunnar koma til með að hafa samband við sína viðskiptavini til að greina þeim frá stöðunni.

Afgreiðslan verður með símsvörun frá kl.8:00 – 16:00 á morgun og miðvikudag. Frá og með fimmtudegi verður hún opin frá kl.9:00 – 13:00 þar til annað verður ákveðið.

Sjúkraþjálfarar okkar munu bjóða upp á símatíma til að leiðbeina og gefa ráð. Hægt er að hringja inn og bóka þannig tíma.

Með þessu vonumst við til að geta aðstoðað sem flesta áfram í þessum erfiðu aðstæðum sem við lifum í í dag.

 

Kær kveðja

Sjúkraþjálfun Íslands