Fréttir

Við hefjum starfsemi aftur 4.maí.

Með apríl 17, 2020No Comments
Kæru viðskiptavinir.
 
Nú hefur Heilbrigðisráðherra gefið það út að sjúkraþjálfarastofum er heimilt að hefja starfsemi þann 4.maí n.k. Við komum því til með að fara af stað með okkar starfsemi frá og með þeirri dagsetningu þó með ákveðnum takmörkunum:
– Það verður ekki hægt að opna fyrir notkun af salnum strax nema í fylgd sjúkraþjálfara og því verða korthafar að bíða um stund.
– Við opnum ekki biðstofuna hjá okkur og verða því stólar fyrir framan meðferðaherbergi sjúkraþjálfara en við hvetjum viðskiptavini til að mæta stuttu fyrir bókaðan tíma svo ekki þurfi að bíða lengi.
– Þá getum við því miður ekki boðið upp á kaffi á biðstofunni strax.
– Viðskiptavinir þurfa ekki að skrá sig inn við komu með því að stimpla kennitölu sína á ipad því starfsmenn í afgreiðslu sjá um það.
– Við höldum áfram að virða 2m regluna að fremsta megni sem og að fækka snertiflötum fyrir viðskiptavini okkar.
 
Fram að 4.maí er móttakan hjá okkur opin alla virka daga frá kl.9:00-13:00 og því hægt að hringja í síma 5 200 120 til að bóka tíma eða senda tölvupóst á netföngin orkuhúsid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is. Við sinnum bráðaþjónustu áfram fram að 4.maí og eins er hægt að panta símatíma hjá sjúkraþjálfara fram að þeim tíma.
 
Frá og með 4.maí breytist opnunartími okkar í fyrr horf þ.e. frá 8:00 – 17:00.
 
Kveðja
Sjúkraþjálfun Íslands