Skip to main content
Fréttir

Vísindaferð Félags sjúkraþjálfara

Með október 23, 2021No Comments

Vísindaferð Félags sjúkraþjálfara var haldin hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni í gær. Þar var boðið upp á kynningu á sögu og starfi fyrirtækisins, starfi fagnefndar Sjúkraþjálfunar Íslands, á doktorsverkefnum Kára Árnasonar og Elís Þórs Rafnssonar, á æfingatækjum frá Kaiser og Exxentric, á vörum frá 4health og göngu- og hlaupagreiningu ásamt vörum frá Fætur toga. Við erum virkilega ánægð með að í kringum 100 sjúkraþjálfarar mættu á viðburðin og langar okkur að þakka þeim kærlega fyrir komuna og vonum að þeir hafi notið stundarinnar ásamt veitingunum frá XO.