Fara í efni

Um okkur

Sjúkraþjálfun Íslands starfrækir nú tvær stofur: á 3.hæð Kringlunnar og í Orkuhúsinu í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Á stofunum starfa nú samtals 45 sjúkraþjálfarar sem sinna allri hefðbundinni sjúkraþjálfun en hafa einnig sérhæft sig í stoðkerfisvandamálum, íþróttameiðslum, sogæðameðferð og endurhæfingu eftir hnjá- og axlaraðgerðir. Nálastungumeðferðir eiga sér stað á báðum stöðum auk þess sem gerð eru þrekpróf og ýmsar mælingar s.s. mjólkursýrumælingar.

Sjúkraþjálfararnir eru í góðum tengslum við íslenska íþróttahreyfingu og starfa með mörgum félagsliðum og landsliðum Íslands.

Áhersla er lögð á faglega þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálfunar ásamt samvinnu milli fyrirtækja innan Orkuhússins með hagsmuni viðskiptavina í huga.

Saga Sjúkraþjálfunar Íslands

Sjúkraþjálfun Íslands var stofnuð árið 1996. Stofan var í upphafi smá í sniðum en stækkaði mikið við samruna tveggja stofa árið 1998. Fyrst um sinn var starfsemin í Fellsmúla í húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class og var samstarfið mjög gott. Árið 2001 eignaðist fyrirtækið stofu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu sem var rekin þar til ársins 2003. Á sama tíma opnaði fyrirtækið aðra stofu í Álftamýri og þá í samstarfi við hóp bæklunarlækna, röntgenlækna og stoðtækjafræðinga. Það samstarf gekk mjög vel og var viðskiptavinum stofunar til mikilla hagsbóta. Það kom að því að starfsemin sprengdi húsnæðið utan af sér og flutti á Suðurlandsbraut 34 í ágúst 2003. Þar tóku sig nokkur fyrirtæki saman um að starfrækja það sem nú heitir Orkuhúsið en þar eru starfandi; Sjúkraþjálfun Íslands, Læknastöðin og Röntgen Orkuhúsinu. Í byrjun árs 2020 flutti Orkuhúsið starfsemi sína frá Suðurlandsbrautinni í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Þar erum við á 4.hæð hússins með framúrskarandi aðstöðu sem er mun rýmri en á Suðurlandsbrautinni. Stoðkerfi er á 6.hæðinni og Röntgen á þeirri fyrstu. Samhliða þessum flutningum opnuðum við aðra starfstöð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík og erum þar á 3.hæðinni. Þar erum við með sambærilega aðstöðu og í Urðarhvarfi.

Stjórn Sjúkraþjálfunar Íslands.

Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður
Elís Þór Rafnsson, fjármálastjóri
Eygló Traustadóttir, ritari
Guðrún Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Friðrik Ellert Jónsson, meðstjórnandi

Ólafur Þór Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri