Upphaf meðferðar

Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga við upphaf meðferðar:

  • Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt samstarfssamningi við Sjúkratryggingar Íslands og sjáum við um innheimtu á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir viðskiptavini okkar.
  • Hægt er að mæta í 6 meðferðartíma án tílvísunar frá lækni og taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaðinum við þær meðferðir. Ef þörf er á fleirri meðferðartímum en 6 þarf að koma með tilvísun frá lækni eða sjúkraþjálfara hjá heilsugæslunni til að Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiði meðferðina áfram.
  • Hver beiðni gefur kost á 15 meðferðartímum á árs grundvelli. Ef þörf er á fleirri tímum þarf að sækja um það til Sjúkratrygginga Íslands og sér sjúkraþjálfarinn um það.
  • Vinsamlegast greiðið fyrir hvern meðferðartíma nema um annað sé samið við viðkomandi sjúkraþjálfara. Starfsmenn í afgreiðslu hafa ekki leyfi til að veita viðskiptavinum greiðslufrest.
  • Ef ekki er mætt í skráðan tíma, og ekki látið vita af forföllum í síðasta lagi fyrir kl.17:00 daginn fyrir meðferðardag, þá innheimtist forfallagjald án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Krafa vegna þess gæti verið innheimt í gegnum Inkasso.
  • Hægt er að afboða meðferðartíma á heimsíðunni okkar, með því að hringja í síma 5 200 120 eða senda tölvupóst á orkuhusid@sjukratjalfun.is fyrir meðferðartíma í Orkuhúsinu eða kringlan@sjukratjalfun.is fyrir meðferðartíma í Kringlunni.
  • Ef eftir stendur skuld vegna meðferðatíma þegar meðferð er lokið verður viðkomandi sendur greiðsluseðill sem fer síðan í innheimtuferli hjá Inkasso.
  • Við viljum benda á að oft taka lífeyrissjóðir eða stéttarfélög þátt í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar.