Námskeið fyrir fólk 67 ára og eldri með áherslu á styrktar- og jafnvægisæfingar.
Æfingar eru fjölbreyttar með það að megin markmiði að stuðla að aukinni færni í daglegu lífi á efri árum. Fjölbreyttir tímar með áherslu á að auka grunnstyrk, þol og jafnvægi.
Kennt er í litlum hópum tvisvar í viku í 6 vikur, 45 mín í senn.
Þjálfunin er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands og því æskilegt að vera með tilvísun í sjúkraþjálfun við skráningu á námskeiðið.
Staðsetning og tímar:
Kringlan: Þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 13.30
Urðarhvarf: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 11.30
Kennarar á námskeiði eru:
Malen Björgvinsdóttir
Róbert Þór Henn
Annað:
Einstaklingar fá einnig æfingaplan með æfingum sem auðvelt og öruggt er að framkvæma heimavið og er góð viðbót við námskeiðið.
Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á orkuhusid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is
Næstu námskeið hefjast 27.febrúar 2023.

