Fréttir

23. desember 2024
Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum hugheilar hátíðarkveðjur og vonum að notalegar stundir beri ykkur inn í nýtt ár. Við þökkum innilega fyrir árið sem er að líða og vonumst eftir góðri samvinnu á komandi ári til að gera það sem best fyrir okkur öll.
Jólakveðja
Starfsfólk Sjúkraþjálfunar Íslands.

8. október 2024
Magdalena Bugajska sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Orkuhúsinu í byrjun október. Hún útskrifaðist frá University School of Physical Education í Kraków í Póllandi árið 2015. Frá árinu 2021 hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum Fossvogi. Hún heldur áfram störfum þar samhliða því að starfa hjá okkur í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

3. október 2024
Rozalia Dyblik sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október. Hún útskrifaðist með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá University of Physical Education í Wroclaw í Póllandi árið 2021. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari í Póllandi en kemur nú til starfa hjá okkur. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

24. júní 2024
Hildur Una Gísladóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni n.k. fimmtudag, 27.júní. Hún útskrifaðist frá HÍ árið 2023 og titill mastersverkefnis hennar er "Tengsl þjálfunarálags og blóðpróteina sem endurspegla streitu, bólgu og ónæmisviðbrögð meðal hlaupara". Við bjóðum hana velkomna í hópinn.