19. Jún 2018
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hafið leik á HM í Rússlandi. Þeir náðu flottum úrslitum í fyrsta leik gegn Argentínu. Sjúkraþjálfarar og læknar liðsins koma úr Orkuhúsinu og óskum við þeim sem og hópnum öllum áframhaldandi velgengni á mótinu. ÁFRAM ÍSLAND.
14. Jún 2018
Þessir hafa ekki beðið svona lengi enda tryggði karlalandsliðið í handbolta sér enn einn farseðilinn á úrslitakeppni HM í gærkvöldi og voru þar seinast árið 2017. Frábær árangur hjá hópnum. Óskum Elís Þór, Jón Birgi og hópnum öllum til hamingju með áfangann. ÁFRAM ÍSLAND.
1. Jún 2018
Guðný Björg Björnsdóttir sjúkraþjálfari hefur látið af störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Við þökkum henni innilega fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar um ókomna tíð.
6. Mar 2018
Föstudaginn 9.mars n.k. lokum við kl.15:00 vegna endurlífgunarnámskeiðs sem starfsfólk okkar sækir.
1. Jan 2018
Við hjá Sjúkraþjálfun Íslands óskum viðskiptavinum okkar sem og öðrum gleðilegs og gæfuríks nýs árs.
22. Des 2017
Verður sem hér segir: 22.des 8:00 - 17:00 27.des 8:00 - 17:00 28.des 8:00 - 17:00 29.des 8:00 - 17:00 2.janúar 8:00 - 17:00 
6. Sep 2017
Aníta S. Pedersen sjúkraþjálfari er komin aftur til landsins og hefur störf hjá okkur á morgun, fimmtudag 7.september 2017. Við bjóðum hana velkomna.
21. Ágú 2017
Eygló Traustadóttir sjúkraþjálfari hefur starfað í Katar s.l. ár. Nú hefur hún snúið aftur til Íslands og hefur störf hjá okkur þriðjudaginn 22.ágúst 2017. Við bjóðum hana velkomna til baka.
13. Jún 2017
Valgeir Einarsson Mantyla hefur lokið námi sem hann hefur verið í undanfarin misseri í Wales. Námið var til MSChiropractic gráðu sem gefur starfsheitið Doctor of Chiropractic. Námið stóð yfir í 3 og hálft ár við University of South Wales í Bretlandi þar sem síðasta árið var klínísk vinna á stofu á vegum skólans. Valgeir starfaði meðal annars fyrir Cardiff City FC s.l. tímabil, og vinnur nú náið með íþróttafólki, sérstaklega knattspyrnufólki með vandamál tengdum hrygg og mjöðm. Hann er starfandi aðalsjúkraþjálfari hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti Reykjavík, og hefur verið s.l.
13. Jún 2017
Andri R. Ford er mættur á klakann eftir nám í Wales. Hefur hann lokið Msc gráðu í Kírópraktík sem gefur starfsheitið Doctor of Chiropractic frá University of South Wales. Einnig hefur Andri lokið framhaldsnámi í ómskoðun (MSK ultrasonography).Ásamt því að vera Sjúkraþjálfari Fjölnis í knattspyrnu hefur Andri einnig unnið með Cardiff City og kvennalandsliðinu í knattspyrnu meðfram námi. Hann hefur hafið störf hjá okkur og bjóðum við hann velkominn heim.

Pages