Orkuhúsið

Sjúkraþjálfun Íslands er í Urðarhvarfi 8, stóru glerbyggingunni efst við Breiðholtsbraut. Við erum á 4. hæð við inngang A.
Orkuhúsið var stofnað 2003 og samanstendur af Sjúkraþjálfun Íslands, Stoðkerfi og Röntgen Orkuhúsinu.
Markmið Orkuhússins er að veita viðskiptavinum sínum sem allra bestu þjónustu við meðhöndlun þeirra kvilla sem hrjá þá.
Sjúkraþjálfun Íslands er staðsett á 4. hæð í 1.370 fm rými með aðstöðu fyrir 23 sjúkraþjálfara, tvo æfingasali og hópæfingasal
Aðkoma og bílastæði
Sjúkraþjálfun Íslands er í Urðarhvarfi 8, stóru glerbyggingunni efst við Breiðholtsbraut. Við erum á 4. hæð við inngang A.
Aðkoma að byggingunni er að sunnanverðu og hægt að leggja bílum við inngang A á þremur mismunandi hæðum. Svæðin eru merkt sem P1, P3, P4, P5 og P8.
- 1. hæð: P5 og P8 - aðkoma á 1. hæð sunnan og norðan megin við húsið (farið í gegnum bílakjallara).
- 2. hæð: P3 og P4 - aðkoma í gegnum bílageymsluna á 2. hæð, sunnan og norðan (útistæði) megin við húsið.
- 3. hæð: P1 - Aðkoma frá bílastæði á útistæði á 3. hæð við apótekið, aðgengishæð úti fyrir stigagang A sunnan megin við húsið.
Bílastæðin eru gjaldfrjáls og aðstaða til að hleypa fólki út við alla innganga. Sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða og lyftur milli hæða → Google maps.


Aðkoman að húsinu er á þremur stöðum:
1 - Farið í gegnum bílakjallara, á austur enda hússins, að stigagangi A á 1.hæð.
2 - Farið undir bílastæðin á 3.hæð og að inngangi á 2.hæð. Einnig hægt að keyra í gegn og fara á stæði norðan megin við húsið.
3 - Farið að bílastæðinu á 3.hæð fyrir framan apótekið.