Kringlan

Þegar ljóst varð að Orkuhúsið mundi flytja af Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík stóð fyrirtækið á krossgötum þar sem ákveðið var að flytja það í Kópavog en starfsemin hafði verið í Reykjavík frá stofnun stofunnar. Því varð úr að opna aðra stofu í verslunarmiðstöðinni Kringlunni til að auka þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini sína. Stofan er 1438 fm að stærð og staðsett á 3.hæð Kringlunnar með aðstöðu fyrir 27 sjúkraþjálfara og framúrskarandi æfingaaðstöðu ásamt hópæfingasal. Aðkoma að stofunni er bæði í gegnum verslunarmiðstöðina og einnig beint inn af bílastæðinu á efsta pallinum sem staðsettur er nyrðst af bílastæðunum.