Hópþjálfun 60+ fyrir mjöðm og hné

Til baka

Námskeið fyrir fólk 60 ára og eldri með hamlandi stoðkerfisverki í hnjám og/eða mjöðmum.

Æfingar með áherslu á styrk og stöðugleika í mjöðm og hné.
Kennt er í litlum hópum tvisvar í viku í 6 vikur, 45 mín í senn.
Þjálfunin er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands og því æskilegt að vera með tilvísun í sjúkraþjálfun við skráningu á námskeiðið.

Staðsetning og tímar:

Kringlan: þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 12.45

Kennari á námskeiðinu er:

Malen Björgvinsdóttir

Annað:

Einstaklingar fá einnig æfingaplan með æfingum sem auðvelt og öruggt er að framkvæma heimavið og er góð viðbót við námskeiðið.

Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á orkuhusid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is

Skráning