Jóganámskeið

Til baka

Orkuflæði – námskeið Jóga til Þín hjá Sjúkraþjálfun Íslands

4 vikna námskeið sem miðar að því að ná tengingu við eigin líkama og sál, auka styrk og liðleika og róa hinn sífellt flöktandi huga.

Kennt er í litlum hóp og námskeiðið hentar þeim sem vilja fjölbreytileika og fá góða blöndu af jógastöðum, hugleiðslu og slökun.
Tímarnir geta verið allt frá rólegu yin jóga yfir í kröftugan flæðistíma og hver tími endar á ljúfri slökun.

Gott fyrir þá sem þrá meiri ró inn í líf sitt og vilja upplifa á eigin skinni hvernig jógaiðkun getur haft bein áhrif út í hið daglega líf.

Staðsetning og tímar:

Jóganámskeið fer fram í húsnæði Sjúkraþjálfunar Íslands.

Urðarhvarf: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 16.30 – 17.30.

Kennari á námskeiði er:

Hildur Rut Björnsdóttir – Jóga, yin jóga og jóga nidra kennari.

Annað:

Hildur hefur kennt jóga í Vellíðanarsetrinu í Urriðaholti á vegum Jóga til Þín síðan í mars 2021.
Orkuflæðinámskeiðin hafa verið vinsæl og einnig hefur hún boðið upp á Jóga Nidra djúpslökunarnámskeið.
Nú færir hún námskeiðin sín yfir til okkar.

Hægt er að skoða Jóga til Þín betur á Facebook og Instagram:

www.facebook.com/jogatilthin
www.instagram.com/jogatilthin

Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á Hildi á jogatilthin@gmail.com