Mömmuþjálfun

Til baka

Mömmuþjálfun Sjúkraþjálfunar Íslands

Sjúkraþjálfarar með sérhæfingu á sviði kvenheilsu hafa sett upp 4 vikna námskeið með það að markmiði að efla grunnstyrk kvenna eftir barnsburð auk þess sem mikil áhersla er lögð á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.

Kennt er í litlum hópum og henta námskeiðin konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk og virkni á djúpvöðvakerfi eftir meðgöngu. Mælt er með að konur byrji ekki hópþjálfun fyrr en a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð.

Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðin.

Staðsetning og tímar:

Þjálfun fer fram í húsnæði Sjúkraþjálfunar Íslands undir leiðsögn sjúkraþjálfara í Kringlunni.

Kringlan:

Grunnnámskeið: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 11.00

Framhaldsnámskeið: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 12.00

Þjálfari: Nadia Margrét Jamchi

Annað:

Lokaður Facebook-hópur fyrir hvert námskeið og online fræðsla sem verður svo tekin fyrir í tímum líka. Æfingar eru settar inn á Facebook-hópana svo þú getur tekið heimaæfingu ef þú kemst ekki í tíma.

Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á orkuhusid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is

Skráning í Hópþjálfun

Næstu námskeið hefjast 5.júní 2023 og standa yfir í 4 vikur.