Dr. Kári Árnason

24. nóvember 2025

Föstudaginn 21. nóvember 2025 varði Kári Árnason doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands

Föstudaginn 21. nóvember 2025 varði Kári Árnason doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Meira en bara öxlin? Hreyfigreining á uppstökkskasti og áhrifaþættir axlarmeiðsla í handbolta. More than the shoulder? Kinematics of the jump throw and factors influencing shoulder problems in handball.

Andmælendur voru dr. Roland Johannes Wilhelmus van den Tillaar, prófessor við Nord University í Levanger í Noregi, og dr. Behnam Liaghat, dósent við Syddansk Universitet í Danmörku.

Umsjónarkennari var Kristín Briem, prófessor og leiðbeinandi Atli Ágústsson, lektor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari og Hilde Fredriksen, sjúkraþjálfari.

Við óskum Dr. Kára innilega til hamingju með áfangann.


Fleiri fréttir

29. september 2025
Föstudaginn 3.október lokum við kl.14:00 vegna árshátíðar fyrirtækisins.
29. ágúst 2025
Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari lætur af störfum hjá okkur í dag, 29.ágúst. Hann býr á Akranesi og er að opna sjúkraþjálfunarstofu þar sem ber nafnið Sjúkraþjálfun Vesturlands. Við þökkum honum fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskum honum til hamingju með nýju stofuna.
27. ágúst 2025
Brynjar Óli Kristjánsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunn þann 1.september n.k. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ í vor og hefur starfað á Grensás í sumar. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.
24. júlí 2025
Snædís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni þann 7.ágúst. Hún útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá Fontys University of Applied Sciences í Eindhoven Hollandi árið 2020 og hefur starfað hjá Gáska síðan þá. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
22. júlí 2025
Hildur Una Gísladóttir sjúkraþjálfari er komin í fæðingarorlof
16. júlí 2025
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof þann 5.ágúst 2025. Við bjóðum hana velkomna til baka.
6. júní 2025
Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof þann 10.júní 2025. Við bjóðum hana velkomna til baka.
3. júní 2025
Auður Dögg Árnadóttir hóf störf í móttökunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Orkuhúsinu þann 1.júní 2025. Við bjóðum hana velkomna til starfa.
28. maí 2025
Berglind Óskarsdóttir sjúkraþjálfari er komin í fæðingarorlof og mætir til starfa á vormánuðum 2026.
26. maí 2025
Stjarnan varð Íslandsmeistari í körfuknattleik karla í síðustu viku. Hilmar Þór og Jóhannes Már eru sjúkraþjálfarar liðsins. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn sem og hópnum öllum.