Friðrik Ellert og Sólveig á ráðstefnu í London.

Dagana 27.-29.maí fór fram FIFA Isokinetic Conference í London. Friðrik Ellert og Sólveig Þórarins voru meðal þáttakenda í ráðstefnunni. Sólveig flutti þar fyrirlestur um doktorsverkefni sitt "Groin injuries in women´s Premier League football in Norway”. Framlag Sólveigar var valið til að vera hluti af fyrirlestraröð sem kallaðist Next Generation Leaders, en það var valið sem eitt af fimm bestu innsendu framlögunum sem snéru að rannsóknum innan knattspyrnu kvenna.