Hildur Una sjúkraþjálfari hefur störf.

Hildur Una Gísladóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni n.k. fimmtudag, 27.júní. Hún útskrifaðist frá HÍ með master í sjúkraþjálfun árið 2023 og titill mastersverkefnis hennar er "Tengsl þjálfunarálags og blóðpróteina sem endurspegla streitu, bólgu og ónæmisviðbrögð meðal hlaupara". Við bjóðum hana velkomna í hópinn.