Jóga Nidra í desember

Desember Kyrrð – Jóga Nidra djúpslökun hjá Sjúkraþjálfun Íslands

Gefðu þér tíma einu sinni í viku í desember til að hægja á, losa þig við uppsafnaða streitu og endurheimta orku.

Jóga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun.
Nidra þýðir svefn og er oft talað um jógískan svefn.
Iðkandinn er markvisst og meðvitað leiddur dýpra og dýpra inn í kyrrð og þögn – inn í bilið á milli svefns og vöku.

Þegar þú nærð þér niður á þennan stað þar sem hægist á hugsunum, á sér stað ákveðin endurnýjun og streitulosun.
Án gjörða og í fulkominni slökun, nærðu smám saman að má út neikvæð mynstur sem þú gætir hafa þróað með þér.
Þú æfist í að kyrra hugann og bara finna og vera. Leyfir þér svo að dvelja í kyrrð og sleppa tökunum.

Gefðu þér tækifæri til að hægja aðeins á og róa bæði líkama og sál.

Engar kröfur um þekkingu á jóga eða líkamlegt form/liðleika til þess að vera með í tímum sem þessum.

Svífðu með inn í kyrrðina handan hugans og upplifðu dásamlega endurheimt.

Staðsetning og tímar:

Jóga Nidra námskeiðið fer fram í húsnæði Sjúkraþjálfunar Íslands.
Urðarhvarf: Miðvikudaga klukkan 16.15 – 17.15 og 17:30 - 18:30.

Verð: 11.900,- kr.

Kennari á námskeiði er:

Hildur Rut Björnsdóttir – Jóga, yin jóga og jóga nidra kennari.

Annað:

Hildur hefur kennt jóga í Vellíðanarsetrinu í Urriðaholti á vegum Jóga til Þín síðan í mars 2021.
Orkuflæðinámskeiðin hafa verið vinsæl og einnig hefur hún boðið upp á Jóga Nidra djúpslökunarnámskeið.
Hún hefur verið með Orkuflæðinámskeiðin sín hjá okkur síðan í september.

Hægt er að skoða Jóga til Þín betur á Facebook og Instagram:

www.facebook.com/jogatilthin
www.instagram.com/jogatilthin

Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á Hildi á jogatilthin@gmail.com