Jóganámskeið

Nú bætum við enn í þjónustuna hjá okkur þar sem Hildur Rut Björnsdóttir Jóga, yin jóga og jóga nidra kennari ætlar að fara af stað með námskeið hjá okkur í Urðarhvarfi. Boðið er upp á 4 vikna námskeið sem miðar að því að ná tengingu við eigin líkama og sál, auka styrk og liðleika og róa hinn sífellt flöktandi huga. Kennt er í litlum hóp og námskeiðið hentar þeim sem vilja fjölbreytileika og fá góða blöndu af jógastöðum, hugleiðslu og slökun. Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á Hildi á jogatilthin@gmail.com

ATH - aukanámskeiði hefur verið bætt við vegna eftirspurnar. Það verður sömu daga kl.17:45-18:45.