Jón Gunnar hefur störf.

Föstudaginn 1.september hefur Jón Gunnar Kristjánsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur og kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Jón Gunnar útskrifaðist frá HÍ í júní s.l. og bar mastersritgerðin hans nafnið: Áhrif virkrar aðstoðar rafdrifins gervifótar við að standa upp hjá einstaklingum með aflimun neðan hnés. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.