Mömmunámskeið hefst 19.apríl 2022

Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 19.apríl nk. Það var fullbókað hjá okkur á seinasta námskeið en það eru 2 pláss laus á þetta.

Þjálfun fer fram í Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni frá 10.30-11.30 á þriðjudögum og föstudögum. Námskeiðið verður í 6 vikur og við bjóðum upp á pláss fyrir 8 konur, a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Námskeiðið hentar konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk eftir meðgöngu. Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðið. Ásamt styrktarþjálfun verður lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.

Kennari námskeiðinu eru sjúkraþjálfararnir Guðrún Halla Guðnadóttir og Nadia Margrét Jamchi. Tekið er á móti skráningu í netfangið gudrunhalla@sjukratjalfun.is með fullu nafni og kennitölu.

SAMANTEKT

Mömmuþjálfun:

Þriðjudaga og föstudaga klukkan 10.30 – 11.30 frá 19. apríl til 27. maí (6 vikur)

Staðsetning: Kringlan – Litli salur

Tvö pláss laus

Verð: 27.900.-

Skráning á gudrunhalla@sjukratjalfun.is (Fullt nafn og kt.)