Sigurður Gylfi hefur störf.

Miðvikudaginn 2.ágúst hefur Sigurður Gylfi Ásgeirsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur og kemur til með að starfa í Kringlunni. Sigurður Gylfi útskrifaðist frá HÍ í júní s.l. og bar mastersritgerðin hans nafnið: Áhrif mismunandi fjölda æfingasetta á árangur í meðferð hjá fólki með hásinamein. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.