Sólveig hefur störf.

Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari sem starfaði hjá okkur frá 2009 til 2015 áður en hún hélt til Noregs þar sem hún lagði stund á framhaldnám í sjúkraþjálfun kemur aftur til starfa núna í byrjun september.
Í Noregi lauk hún mastersnámi í desember 2018 frá Norwegian School of Sports Sciences, þema mastersverkefnis: Forvarnir krossbandssmeiðsla.
Sólveig hefur verið í doktorsnámi við Oslo Sports Trauma Research Center frá 2019 og er þema doktorsverkefnis: Meiðsli knattspyrnukvenna í efstu deild Noregs, með sérstakri áherslu á nárameiðsli og áhrif tíðarhrings og hormóna getnaðarvarna. Hún stefnir á að ljúka því á næsta ári.
Hún kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.