Fréttir

Magdalena hefur störf í Orkuhúsinu.

Magdalena Bugajska sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Orkuhúsinu í byrjun október. Hún útskrifaðist frá University School of Physical Education í Kraków í Póllandi árið 2015. Frá árinu 2021 hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum Fossvogi. Hún heldur áfram störfum þar samhliða því að starfa hjá okkur í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Rozalia hefur störf í Kringlunni.

Rozalia Dyblik sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október. Hún útskrifaðist með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá University of Physical Education í Wroclaw í Póllandi árið 2021. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari í Póllandi en kemur nú til starfa hjá okkur. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Oskar sjúkraþjálfari hóf störf 1.október.

Oskar Helgason Soler sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október s.l. Oskar útskrifaðist frá Universidad CEU Pablo í Madrid árið 2022. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem sjúkraþjálfari á Spáni, Kenya og Íslandi. Við bjóðum hann velkomin til starfa.