Fréttir

Andrea lætur af störfum.

Andrea Þórey Hjaltadóttir sjúkraþjálfari lætur af störfum hjá okkur nú um mánaðarmótin þar sem hún er að flytja norður yfir heiðar. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta á nýjum stað.

Sólveig kemur til baka úr fæðingarorlofi.

Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof þann 3.mars 2025.

Fyrirlestur um gervigreind.

Í síðustu viku hélt Berglind Einarsdóttir, frá fyrirtækinu Bentt, fyrirlestur fyrir starfsfólk okkar um gervigreind og hvernig hún getur haft áhrif á okkar störf. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur hjá Berglindi og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Lokað vegna rauðrar veðurviðvörunnar.

Á morgun fimmtudag 6.febrúar er rauð veðurviðvörun í gildi frá kl.8:00 - 13:00 og ekki mælst til þess að fólk sé á ferðinni. Við verðum því með lokað til kl.13:00 á morgun.

Gleðilega hátíð.

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum hugheilar hátíðarkveðjur og vonum að notalegar stundir beri ykkur inn í nýtt ár. Við þökkum innilega fyrir árið sem er að líða og vonumst eftir góðri samvinnu á komandi ári til að gera það sem best fyrir okkur öll. Jólakveðja Starfsfólk Sjúkraþjálfunar Íslands.

Breyttur opnunartími yfir hátíðirnar.

Við styttum opnunartímann hjá okkur til kl.16:00 yfir hátíðirnar. Þá viljum við benda á að við lokum kl.13:30 í Urðarhvarfi þann 18.des og kl.13:00 þann 20.des í Kringlunni vegna jólahlaðborðs stofunnar.

Tinna Bjarndís er komin í fæðingarorlof.

Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir sjúkraþjálfari er komin í fæðingarorlof og mætir til starfa á haustmánuðum 2025.

Magdalena hefur störf í Orkuhúsinu.

Magdalena Bugajska sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Orkuhúsinu í byrjun október. Hún útskrifaðist frá University School of Physical Education í Kraków í Póllandi árið 2015. Frá árinu 2021 hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum Fossvogi. Hún heldur áfram störfum þar samhliða því að starfa hjá okkur í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Rozalia hefur störf í Kringlunni.

Rozalia Dyblik sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október. Hún útskrifaðist með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá University of Physical Education í Wroclaw í Póllandi árið 2021. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari í Póllandi en kemur nú til starfa hjá okkur. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Oskar sjúkraþjálfari hóf störf 1.október.

Oskar Helgason Soler sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október s.l. Oskar útskrifaðist frá Universidad CEU Pablo í Madrid árið 2022. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem sjúkraþjálfari á Spáni, Kenya og Íslandi. Við bjóðum hann velkomin til starfa.