08.08.2022
Kolbrún Vala sjúkraþjálfari er á leið í ársleyfi frá og með miðjum ágúst.
01.08.2022
Miðvikudaginn 3.ágúst mætir Nadia Margrét Jamchi sjúkraþjálfari aftur til starfa eftir barneignaleyfi. Við bjóðum hana velkomna.
15.06.2022
Elís Þór sjúkraþjálfari náði stórum áfanga þegar hann varði doktorsverkefnið sitt við Háskóla Íslands þann 1.júlí 2022.
13.04.2022
Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 19.apríl nk. Það var fullbókað hjá okkur á seinasta námskeið en það eru 2 pláss laus á þetta.
24.02.2022
Kæru viðskiptavinir.
Þar sem allar opinberar sóttvarnartakmarkanir falla niður á miðnætti viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
• Grímunotkun er valfrjáls í okkar húsnæði.
• Ef viðskiptavinur óska eftir því að sjúkraþjálfari hans beri grímu verður hann við því.
• Við hvetjum sjúkraþjálfara okkar sem og viðskiptavini til að halda sig heima ef þeir eru með einkenni.
• Við verðum áfram með spritt og aðrar sóttvarnarvörur í boði.
• Við hvetjum alla til að þrífa tækin í æfingasal eftir notkun.
• Við hvetjum alla til að viðhafa persónubundnar sóttvarnir.
16.02.2022
Þann 15.febrúar 2022 útskrifaðist Sandra D. Árnadóttir sjúkraþjálfari með mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni hennar ber nafnið Líkamlegur og andlegur munur á aldri, kyni og grein hjá íslensku landsliðsfólki í fimleikum (Evaluation of physical and psychological differences for age, gender and discipline in elite gymnasts in Iceland). Við óskum henni til hamingju með áfangann.